Morgunn - 01.06.1939, Síða 19
M O R G U N N
13
Það er alveg vonlaust mál að minnast síra Haralds í
í orðum — svo að gagni verði — eins og vér munum
hann í prédikunarstólinum, þegar hann var að senda
neista frá eldi höfuðs síns og hjarta yfir mannfjöldann,
sem jafnan troðfyllti kirkjuna hans.
III.
Þá kem ég að þriðja þætti þessara fátæklegu minn-
ingai'orða um minn ógleymanlega kennara og sný máli
mínu að sálarrannsóknamanninum Haraldi Níelssyni.
Annar af samkennurum hans við guðfræðideild Há-
skólans sagði mér, að hann hefði hlustað á síra Harald
prédika á meðan hann var dómkirkjuprestur hér í
Reykjavík, og hefði sér ekki dulizt, að hann væri góður
prédikari, en þegar hann hefði heyrt hann prédika hér
í fríkirkjunni nokkurum árum síðar, eftir að áhuginn
fyrir sálarrannsóknamálinu var farinn að kynda eldana
undir prédikun hans, hafi sér þótt miklu meira til hans
koma í prédikunarstóli.
Vér, sem þekktum hann sem kennara og kennimann,
skiljum þetta ofur vel, og í þeim formálsorðum, sem
hann lét fylgja fyrra prédikanasafni sínu, því er hann
bjó sjálfur undir prentun, segir hann á þessa leið: „Þótt
mér finnist ég vera að mörgu leyti í þakkarskuld við
ýmsa erlenda guðfræðinga og kennimenn, einkum enska,
þá tel ég mig þó eiga miklu meira að þakka ritum beztu
sálarrannsóknamanna vorra tíma. Þau hafa haft mjög
mikil áhrif á skilning minn á heilagri ritningu og krist-
indóminum, og frætt mig með margvíslegum hætti um
sálarlífið, og um leið um trúarlífið. En mestur ávinning-
ur hefir mér orðið sú fræðsla, er ég hefi hlotið fyrir eig-
in reynsluþekking á sálarlífsrannsóknunum nú um nær-
felt 15 ára skeið.
Þessa vil ég láta getið, því að sé nokkuð nýtilegt í
prédikunarstarfi mínu, og þessum ræðum, þá er það
fyrst og fremst þaðan runnið“.