Morgunn - 01.06.1939, Qupperneq 22
16
M O R G U N N
sýnisfjötrana, sem aðrir höfðu lagt á sál mína, meðan ég
var ungur og óþroskaður, í þekkingarleysi sínu“.
Þessi alvöruorð hins mikla alvörumanns þurfa raunar
ekki skýringa við, en samt langar mig að skýra þau ör-
lítið nánara.
Þær frásagnir biblíunnar, sem síra Haraldur á eink-
um við með þessum orðum sínum, eru hinar svonefndu
yfirnáttúrlegu sögur hennar um birtingar engla og anda
frá ósýnilega heiminum og kraftaverkin. Á námsárum
hans var þýzka nýguðfræðin og biblíukrítikin mjög að
ryðja sér til rúms. Formælendur hennar risu öndverðir
gegn kenningafjötrum trúmálaafturhaldsins. Þeir heimt-
uðu að hugsjónir Lúters um samvizkufrelsi, hugsunar-
frelsi og rannsóknarfrelsi væru virtar í þeirri lcirkju,
sem kenndi sig við nafn hans. í þessu var fólginn megin-
.«tyrkur ný-guðfræðinnar og hennar fegursta afrek var
unnið í þágu frjálsrar hugsunar. En veikleilci hennar var
aftur á móti sá, að hún fékk eigi varizt því, að drekka í
•sig, að nokkuru leyti, heimsskoðun efnishyggjuvísind-
anna. Þess vegna varð hún svo neikvæð, að fjöldamargir
af áhangendum hennar, og þ. á. m. sumir frægustu guð-
fræðingar hennar, enduðu blátt áfram með því að af-
neita sannleiksgildi kraftaverkanna, opinberana frá
æðra heimi og jafnvel sjálfri staðreynd upprisunnar.
Mörgum fannst þetta vera talsvert ískyggileg guð-
fræði, en þeim var svarað því, að kristindómurinn gæti
alveg eins staðizt, þótt allar frásagnir Ritningarinnar af
yíirnáttúrlegum atburðum væru þurkaðar út af kenn-
ingalista kirkjunnar. Jafnvel þótt sjálfu meginatriðinu
sé sleppt, nfl. því að kristindómurinn er grundvallaður á
upprisustaðreyndinni og að hún var það bjarg, sem
frumkirkjan byggði tilverurétt sinn á, er sæmilega óskilj-
anlegt hvernig guðfræðingur, sem hefir neikvæða al'-
.stöðu til hins yfirnáttúrlega, getur verið í þjónustu kirkj-
unnar sem starfandi prestur, hann yrði nokkuð oft að
bera kinnroða fyrir það, sem hann les söfnuðinum, þar