Morgunn


Morgunn - 01.06.1939, Page 23

Morgunn - 01.06.1939, Page 23
M O R G U N N 17 sem fjörutíu og fjórum af sextíu helgidögum kirkjuárs- ins fylgja guðspjöll, sem beint eða óbeint greina frá yf- irnáttúrlegum fyrirbrigðum. Þessum taumlausu rengingum og afneitunum þýzku ný-guðfræðinnar á undrinu fylgdi eðlilega fljótt kæru- leysi og tómlæti. Síra Haraldur vissi áreiðanlega hvað hann var að segja, þegar hann mælti í einni hvítasunnu- prédikun sinni á þessa leið: „Engin ný guðfræði fær aft- ur reist við kirkjuna. Engin guðfræði, hvorki ný né göm- ul megnar það. Nýr hvítasunnuþytur þarf að fara um kirkjuna alla. Hin sömu tákn af himni, sem fæddu kirkjuna í fyrstu, þurfa enn að endurfæða hana“. Hann þreyttist ekki á að boða þjóðinni þá sannfæring sína, að þennan hvítasunnuþyt hefði hann heyrt, og að þessi tákn af himni hefði hann séð. Hann vissi að hið gamla áhrifavald biblíunnar var brotið á bak aítur, og að það var til einskis, að segja fólki að trúa einu og öðru, sem því þótti ósennilegt, af þeirri ástæðu einni að það stæði í Ritningunni. Nei, hér þyrfti að fara nýja leið. Ef trúin á kraftaverk Krists átti ekki að deyja út, kristilegu trúarlífi til óbætanlegs hnekkis, yrði að sýna mönnunum að kraftaverkin gerð- ust enn í dag. í vanmætti sínum svaraði kirkjan því til, að tímar kraftaverkanna væru liðnir. En þá svaraði síra Haraldur aftur því, að ef svo væri, væri kirkjan hætt að vera kristin, því að Kristur hefði sjálfur sagt, að mátturinn til kraftaverka ætti um allan aldur að fylgja lærisveinum sínum, og að þeir ættu jafnvel að gera enn meiri verk en hann. Með geysimiklum lestri og langvar- andi miðlarannsóknum, bæði utan lands og innan, full- yrti hann að hann hefði náð svo stórfeldum árangri, að á grundvelli þeirra gæti hann fyllilega trúað á sann- leiksgildi kraftaverka biblíunnar, þótt frásagnir af sum- um þeirra kynni eitthvað að hafa aflagazt í meðförum margra, og því gat hann hiklaust sagt við þá, sem efuðu hinar heilögu sögur: Komið og sjáið, og þegar þér hafið 2
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.