Morgunn - 01.06.1939, Page 23
M O R G U N N
17
sem fjörutíu og fjórum af sextíu helgidögum kirkjuárs-
ins fylgja guðspjöll, sem beint eða óbeint greina frá yf-
irnáttúrlegum fyrirbrigðum.
Þessum taumlausu rengingum og afneitunum þýzku
ný-guðfræðinnar á undrinu fylgdi eðlilega fljótt kæru-
leysi og tómlæti. Síra Haraldur vissi áreiðanlega hvað
hann var að segja, þegar hann mælti í einni hvítasunnu-
prédikun sinni á þessa leið: „Engin ný guðfræði fær aft-
ur reist við kirkjuna. Engin guðfræði, hvorki ný né göm-
ul megnar það. Nýr hvítasunnuþytur þarf að fara um
kirkjuna alla. Hin sömu tákn af himni, sem fæddu
kirkjuna í fyrstu, þurfa enn að endurfæða hana“. Hann
þreyttist ekki á að boða þjóðinni þá sannfæring sína, að
þennan hvítasunnuþyt hefði hann heyrt, og að þessi
tákn af himni hefði hann séð.
Hann vissi að hið gamla áhrifavald biblíunnar var
brotið á bak aítur, og að það var til einskis, að segja
fólki að trúa einu og öðru, sem því þótti ósennilegt, af
þeirri ástæðu einni að það stæði í Ritningunni. Nei, hér
þyrfti að fara nýja leið. Ef trúin á kraftaverk Krists átti
ekki að deyja út, kristilegu trúarlífi til óbætanlegs
hnekkis, yrði að sýna mönnunum að kraftaverkin gerð-
ust enn í dag. í vanmætti sínum svaraði kirkjan því til,
að tímar kraftaverkanna væru liðnir. En þá svaraði síra
Haraldur aftur því, að ef svo væri, væri kirkjan hætt
að vera kristin, því að Kristur hefði sjálfur sagt, að
mátturinn til kraftaverka ætti um allan aldur að fylgja
lærisveinum sínum, og að þeir ættu jafnvel að gera enn
meiri verk en hann. Með geysimiklum lestri og langvar-
andi miðlarannsóknum, bæði utan lands og innan, full-
yrti hann að hann hefði náð svo stórfeldum árangri, að
á grundvelli þeirra gæti hann fyllilega trúað á sann-
leiksgildi kraftaverka biblíunnar, þótt frásagnir af sum-
um þeirra kynni eitthvað að hafa aflagazt í meðförum
margra, og því gat hann hiklaust sagt við þá, sem efuðu
hinar heilögu sögur: Komið og sjáið, og þegar þér hafið
2