Morgunn - 01.06.1939, Qupperneq 24
18
MORGUNN
sannfærzt um, að undursamlegir hlutir gerast enn í dag,
á yður að vera unnt að trúa því, að þeir hafi gerzt fyrir
19 öldum.
Vegna þess að hann hafði séð og reynt mikið í þess-
um efnum sjálfur, var kennsla hans í Háskólanum og
prédikun hans í kirkjunni svo þróttmikil og áhrifarík,
sem hún var.
Vissulega var hann ekki alltaí þolinmóður, hvorki
við tómlætið né andstöðuna. Það var rangt að heimta
slíkt af honum. Hann hafði sjálfur í ríkum mæli reynt
rársauka efasemdanna, hann vissi hvað það var, að vaka
langar nætur í kvöl brennandi efasemda um það, sem
hann þráði hjartanlega að mega trúa. Hann hafði fundið
örugga leið út úr þessum ógöngum, biblíulega leið að
hans eigin skilningi, einu leiðina, sem hann vissi mörg-
um vera færa til að eignast fylling kristilegrar trúar, og
hans geðríka sál brann eftir að fá aðra til að ganga þá
leið og einkum eftir að fá kirkjuna til að bæta fyrir
vanrækslu sína við efasemdamennina, með því að benda
þeim á, að reyna þessa leið.
Sálarrannsóknirnar urðu síra Haraldi meira en brúin
mikla frá óvissu og efasemdum um ki’aftaverkin til hinn-
ar frumkristilegu trúar á raunveruleika þeirra, þær sann-
færðu hann einnig um staðreynd hugsanaflutningsins
(telepati). Um það efni ræddi hann all-ítarlega í erindi,
sem hann nefndi ,,Áhrif sálarrannsóknanna á hinar
kristilegu trúarhugmyndii*“ og hann flutti í Hóladóm-
kii'kju árið 1915, en síðar var prentað í bók hans „Kirkj-
an og sálarrannsóknirnar". Þar segir hann svo: „Það er
sannað fyrir nákvæmar athuganir og með margendur-
teknum tih'aunum, að sumir menn eru gæddir þeim hæfi-
leika, að þeir geta sent hugskeyti til annara manna í
mikilli fjarlægð; en hugurinn, sem senda á skeytið til,
verður að vera hug sendandans að einhverju leyti sam-
stilltur og framar öllu móttækilegur. Sé svo ástatt, tekst
að senda ákveðnar hugsanamyndir eða hugsanir. Hug-