Morgunn - 01.06.1939, Page 27
MORGUNN
21
blásin rit, líks efnis og biblían, virðist trúarlífið þurfa
að vera komið á mjög hátt stig hjá þeirri þjóð, sem
leggur til spámennina. En hinu held ég fram: innblást-
urinn gerist einnig á vorum dögum og fjöldi manna
verður fyrir eitthvað svipaðri reynslu og spámenn og
postular ritningarinnar“.
1 þessu efni, um áframhaldandi innblástur, styðst síra
Haraldur við tvent: annars vegar skýlaust fyrirheit
Krists, hinsvegar við niðurstöðurnar af sálarlífsrann-
sóknum nútímans, og undir áhrifum þessara skoðana
semur hann eina af sínum þróttmestu og glæsilegustu
prédikunum, sem hann nefnir: „Opinberunin átti aó
halda áfram“.
Skoðanir sínar á innblæstrinum kynnti síra Haraldur
vitanlega oss lærisveinum sínum í Háskólanum. Ég er
ekki viss um að nokkur guðfræðikennari hafi gert nem-
öndum sínum spámenn hins gamla sáttmála meira lif-
andi eða skiljanlegri menn, en hann.
Ég hefi gerst nokkuð langorður um afstöðu sálar-
rannsóknamannsins til kraftaverkanna og innblásturs-
hugmyndarinnar, en það er vegna þess, að þau viðhorf
hans þekkti ég bezt og til þeirra fannst mér persónulega
mest koma. Mér er ekki kleift annað en að stikla á
stærstu dráttunum, en verð þó að minnast lauslega á
skilning sálarrannsóknamannsins á Páli postula. Af
höfundum Nýjatestamentisins held ég að síra Haraldur
hafi haft mestar mætur á honum, enda var auðsætt að
Páli var hann líkastur, að eldsálinni hlaut hann að drag-
ast mest. En lotning hans fyrir Páli jókst stórum eftir að
hann kynntist sálarrannsóknunum. Þar fullyrti hann a$
hann hefði loks fengið réttan skilning á hinum mikla.
postula, lífi hans og safnaðarlífinu, sem hann skapaði.
Hann lærði að skilja, að Páll hefir verið stórfeldum sál-
rænum gáfum gæddur og hann fullyrti, að nútíma.
reynsluþekking væri fengin fyrir öllum hinum margvís-
legu andagáfum, sem svo mjög bar á í söfnuðum Páls, og^