Morgunn - 01.06.1939, Qupperneq 29
MOR.GUNN
23
’hvar í ritum hans, en ekki hvað sízt í smáritunum tveim-
ur: „Hví slær þú mig?“
Þótt mál mitt sé orðið nokkuð langt, verð ég að bæta
einu atriði við og eru það niðurlagsorð mín:
Síra Haraldur vann að því, langsamlega miklu meira
en nokkur annar prestur með þjóð vorri, að útrýma ótt-
anum við dauðann. Hann benti þjóðinni á, hvert æpandi
ósamræmi er, í því efni, milli frumkristninnar og nútím-
ans, og hann vissi að eftir 19 alda trúboðsstarf kirkj-
unnar lá helfjötur dauðahræðslunnar enn á sálum
flestra manna. Hann brann eftir að höggva þennan
fjötur af mönnunum og að setja ljúfan ljósengil í stað
sláttumannsins gamla. í prédikuninni „Orðtak bjartsýn-
innar“ sem prentað er í fyrra bindi prédikana hans, seg-
ir hann svo: „Hér á landi eru sumrin æfinlega stutt. En
sumar hugans takmarkast ekki af neinum vetri; það get-
ur haldizt. Og önnur vissa er enn sæluríkari. Guðsbarn-
ið með eilífðareðlið veit, að fegursta sumarið er æfinlega
fram undan. Lífið er stöðug framþróun upp í sumarlönd
eilífðarinnar, inn í sælu Kristsfyllingarinnar. Dauðinn er
að eins stig á þeirri leið. Það fyllir oss helgri lotning, að
vera þess fullvísir, að vér getum enn að nýju sagt, er
vér vöknum aftur eftir blund dauðans: Sumarið komið!
sumarið komið! ljósið enn, laufið enn, lífið enn, ástin
enn! Þá munum vér á því þreifa, að orðtak bjartsýn-
innar lofaði aldrei of miklu“. —
Hvílík náð, hér í landi vetrarríkisins, að eiga slíkan
postula sumarsins, sem hann!
Ræða Kristins Daníelssonar.
Kæru fundarmenn, gestir og félagar! Ég vil leyfa mér
Pieð örfáum orðum í nafni fundarins og félags vors að
flytja ræðumanninum síra Jóni Auðuns þökk fyrir hið
fagra erindi hans, sem mér er ljóst, að ekki var auðvelt
að semja á takmörkuðum tíma, er hann hafði, samhliða