Morgunn - 01.06.1939, Page 36
30
M ORGUNN
Sálarrannsóknafélag Islands
tuttugu ára.
Hinn 19. des. 1938 hélt Sálarrannsóknafélag Islands
samkomu til minningar um, að það var þá stofnað fyrir
tuttugu árum, hinn 19. des. 1918, af Einari H. Kvaran
skáldi og prófessor Haraldi Níelssyni.
Samkoman hófst með kaffidrykkju kl. 81/2 í Odd-
fellowhöllinni og var sett af forseta, síra Kristni Daní-
elssyni, og stjórnaði hann henni með aðstoð Isleifs Jóns-
sonar.
Hátt á annað hundrað manns, félagsmenn og gestir
þeirra voru í samsætinu.
Síra Kristinn Daníelsson bauð alla velkomna og flutti.
eftirfarandi erindi:
Heiðraða samkoma! heiðursgestur okkar frú Gíslína
Kvaran og aðrir góðir gestir og félagar!
Það gleður mig innilega, að sjá yður svo fjölmenn og
býð yður öll hjartanlega velkomin.
Vér erum hér komin saman á minningarstundu, til að
gleðjast saman yfir því, að félag vort hefir á þessum
degi staðið og starfað í 20 ár.
Við, sem þér hafið valið í nefnd, til þess að hafa for-
göngu fyrir félagsstarfsemi vorri, ræddum það ítarlega
með okkur, hvort við skyldum áræða að stofna til þess-
arar samkomu. Yður kemur það ef til vill óvænt, að
ég tali um að áræða, því að þar þyrfti ekkert áræð'i til.
En þar kom tvennt til greina. Fyrst hvort það væri al-
mennt að óskum og vilja félagsmanna, að lcveðja þá þessa
kveldstund frá öðrum athöfnum og önnum á þessum
tíma og eins og nú stendur á.
Og hitt annað, að takast mætti, að gjöra svo úr garði
samkomu vora, að hún nái tilgangi sínum, að vera okk-
ur til ánægju, til meiri innbyrðis kynningar okkar fé-