Morgunn - 01.06.1939, Page 37
M O R G U N N
31
lagssystkina og jafnframt að kynna nokkuð málefni
vort og starfsemi þeim góðu gestum, sem sýna okkur
þann sóma og velvild, að taka þátt í þessu með okkur,
þótt þeir séu ekki í félaginu.
Um fyrra atriðið urðum við nefndarmenn sammála
um, að við framkvæmdum með þessu almennan félags-
vilja og það mundi talið tómlæti af okkur, að láta þetta
minningartækifæri ónotað, til þess að verða félagsskap
vorum til þeirrar lyptingar og áhugaaukningar, sem það
ætti að verða og vér þurfum nú svo mjög á að halda,
þegar við erum svipt orðin þeim aðalforustumönnum,
sem við á næst undanförnum tímum höfum verið að
minnast og sakna. Ég hef þá meðvitund og jafnvel þá
vissu, að andi þeirra er hjá oss í kveld, og þeir sameina
óskir og hugi sína hugum og óskum okkar í þessu efni.
Mér finnst ég eigi að skila til yðar allra hvatningunum
og uppörfununum, sem þeir voru svo auðugir af og ég
þarf ekki að útlista, að hver einn á sinn hátt leggi skei'f
til hins sameiginlega málefnis.
Um hitt atriðið, að gjöra samkomu vora svo úr garði
með hugðnæmum atriðum, að til sem mestrar ánægju
mætti verða, játum við, að við fundum meira en við
vildum til vanefna, án þess ég útskýri það orð meira, en
að biðja yður afsökunar og velvildar og gjöra yður að
góðu. Og þar sem þar er mest komið undir oss sjálfum,
að vér gjörum oss stundina glaða, ræðum saman, syngj-
um saman, hugsum saman og ásetjum oss saman með
kærleika hver til annars, þá vonum við að sá innri eldur
anda og áhuga fyrir málefni voru logi svo glatt, að vér
getum skilið í kveld með þeirri hugsun, að oss hafi ekki
mistekizt, en minningin um þessa stund skilji eptir hjá
oss nýja uppörfun og ásetning, að bregðast ekki félagi
voru, sem einnig væri að bregðast mönnunum, sem stofn-
uðu það, og — það sem mestu varðar — málefninu
sjálfu.