Morgunn - 01.06.1939, Side 39
MORGUNN
33
1 röddinni: Rupert lifir. Þennan sigurhreim fékk hann
frá spiritismanum, sem æfilöng kristindómsboðun hans
sjálfs, megnaði ekki að veita honum, þegar á reyndi.
Þá er sagan um lækninn Robert Blatchford. Hann
var gallharður efnishyggjumaður fram á efri ár og hélt
sig trúa því statt og stöðugt, að ekkert líf gæti verið
eptir dauðann. Þá dó konan hans, sem hann elskaði
mjög heitt. Hann afbar það ekki. Hvað var orðið um
hana? Þá þótti honum þó reynandi að kynna sér sálar-
í’annsóknir, og það fór eins og vanalega. Hann fékk
sönnun fyrir að konan hans lifði enn og hann gjörðist
eldheitur og áhrifamikill forvígismaður spiritismans.
Saga þessara tveggja manna hefir ótal sinnum endur-
tekið sig. Maður, sem hélt sig trúa, komst að því, að trú
hans vantaði grundvöll og fann hann í sönnunum spirit-
ismans. Og maður, sem hélt sig ekki trúa né geta trúað
á líf eptir dauðann, öðlaðist þá trú viðstöðulaust og óbil-
andi, þegar hann lét svo lítið, að kynnast þeim óyggj-
andi sönnunum, sem sálarrannsóltnirnar hafa að flytja.
Prestur — talinn mætur áhugamaður — sagði við
?nig, er ég reyndi að færa í tal málefni okkar, að hann
hefði ekki á móti sálarrannsóknum, en heldur ekki
áhuga fyrir þeim, því að hann þyrfti þess ekki, því að
áann væri sjálfur algjörlega sannfærður.
Hann byggir þá fyrst á þeirri trúar- og kennisetningu,
að kærleiksopinberun guðs í Jesú Kristi sé hin síðasta
og neina aðra þurfi ekki né sé um að ræða — þar sem
þó kærleikur guðs hlýtur sífelt að vera að opinbera sig
og því engin takmörk sett, engin síðasta opinberun.
1 öðru lagi er það ekki nóg að presturinn sé sjálfur
sannfærður. Hlutverk hans er engu síður að sannfæra
aðra og lífga hjá þeim trúna. Og þegar það er reynt, að
sannanir sálarrannsóknanna geta komið því til leiðar,
sem ekki hefir verið unnt með öðru móti, þá ætti prestum
— ef þeir hafa ekki mikilvægar ástæður á móti þeim, —
3