Morgunn - 01.06.1939, Síða 41
M O R G U N N
35
þurfa að vita. Það var ójafn leikur. Öll lög veittist þeim
létt að bera af sér og mótspyrnan varð máttlaus. — En
allt er þetta yður gagnkunnugt og get ég þess aðeins af
því, að mér þykir það ekki eiga að vanta inn í ramma
ræðu minnar.
Þeir stofnuðu tilraunafélag með ágætum miðli, Ind-
riða Indriðasyrii. Vann það félag mikið og gott starf og
frábærar sannanir fengust.
En eptir að það lagðist niður, var um hríð ekkert
skipulagsbundið starf fyrir málið. En ekki þótti þeim
lengi svo búið mega standa. Þeir fóru víða 1916 og ’17
og fluttu erindi og 1918 hófust þeir handa um stofnun
þessa félags. Mér er í minni enn, er Einar Kvaran kom
til mín, og spurði mig, hvort ég vildi ganga í slíkt fé-
lag. Þekking mín á málinu var þá að vísu enn lítt full-
komin, en þó svo, að ég tók boðinu þegar fegins hendi.
Ég hafði til skamms tíma vitað lítið annað en stóð í al-
fræðiorðabók sem ég átti og á enn. Ég ætla til gamans að
láta yður heyra, hvað þar stendur: „Spiritismi, trú á af-
skipti andaheimsins af hinu raunverulega lífi, birting
dáinna manna, andahögg, borðdans o. s. frv. Tveir Eng-
lendingar, Maskelyne og Cooke hafa unnið það nyt-
semdarverk, að sýna í verki, að allt það, sem talin eru
afskipti frá andaheiminum, má framkvæma með vél-
fræðilegri leikni og snarræði“. Þekkingin á málinu var
þá ekki meiri en þetta 1880, að alfræðiorðabók, sem
vitanlega á ekki að flytja annað en vísindalega staðfest
sannindi, ber slíka staðleysu á borð, sem viðurkennda.
niðurstöðu. Þetta er 32 árum eptir að rannsóknir hófust,
og að eins 2 árum áður en málið var komið svo langt á
veg, að frábærir vísinda- og lærdómsmenn stofnuðu Sál-
arrannnsóknafélagið í London 1882, sem jafnan hefir
verið skipað lærðustu mönnum og haft að forsetum
marga heimsfræga vísindamenn.
Stofnfundur félags vors var svo haldinn 19. des. 1918
3*