Morgunn - 01.06.1939, Page 43
M O R G U N N
37
2) Að koma upp bókas; fni.
3) Að styðja miðilsefni fjárhagslega.
4) Að ráða lengn eða skemri tíma þroskaða miðla.
5) Að stofna til vísindalegra tilrauna.
6) Að gefa út á prenti árangur af þeim.
7) Að flytja erindi úti um land til að fræða og glæða
áhuga fyrir málinu.
Það væri nú eðlileg spurning af yðar hálfu, hvað fé-
lagið hefir framkvæmt af áformum sínum.
ítarleg grein fyrir því mundi verða lengri og taka
lengri tíma, en ég get ætlazt til að þér viljið hlusta á
mig í kveld. En ég ætla að taka þegar upp í mig, að við
getum glaðzt yfir, að það hefir gjört mikið. Það hefir
stuðlað beint og óbeint að öllum þeim áhuga og þekk-
ing, sem þjóðin hefir á málinu, og hún er ómótmælt
talin meiri hjá almenningi hér, en í flestum öðrum lönd-
um; en það hefði þó gjört meira með betri aðstæðum og
efnahag.
En áður en ég gjöri litla grein fyrir einstökum atrið-
um í sögu félagsins, verð ég að minnast á það, að ári
síðar en félagið var stofnað, stofnaði forseti hið ágæta
tímarit ,,Morgunn“, og stýrði því á 19. ár, til dauðadags.
Um það eitt þyrfti heilan fyrirlestur eða fleiri; og einn
slíkan fyrirlestur hefir síra Jón Auðuns haldið fyrir oss,
og vil ég benda yður á að lesa hann í 16. árg. Morguns
1935. Vér eigum auðvitað lítið á prenti um mál vort í
samanburði við þau ógrynni bókmennta, sem um það er
til í öðrum löndum. Þó er í Morgni saman komið það
helzta úr öllum þessum bókmenntum, svo síra Jón sagði
það réttilega, að hver ,,sá maður er í rauninni vel að sér
um málið, sem veit og þekkir það sem í „Morgni“ stend-
ur. Þetta nægir til að sýna, hve ómetanlegt rit Morg-
unn hefir verið. Hann hefir frá upphafi verið gefinn út
að tilhlutun félagsins, og það meira en að nafni. Það
styrkti hann um mörg ár framan af með 1000 kr. á ári,
og síðari árin til þessa dags með 500 kr. Ég veit ekki