Morgunn - 01.06.1939, Síða 46
40
M O R G U N N
geysimikil vinna hefir legið í öllum þeim erindasamn-
ingi og hve mörg frækorn hafa frá þeim breiðzttil lands-
manna út um allar byggðir landsins, frækorn, sem vaxið
hafa og borið blessunarríkan ávöxt í hugum og lífi þjóð-
arinnar á 20 starfsárum félagsins. Þér skiljið öll án þess
ég útlisti það, að forseti vor mátti vel segja það, að mik-
ið starf lægi eptir félagið. Af þessum erindum telst mér,
að 33 voru eptir forsetann sjálfan og 13 eptir varafor-
setann þau 10 ár, sem hans naut við, fyi'ir utan allan
þann fjölda af aukaræðum, sem ég minntist á að þeir
héldu. Auk þeirra er fjölmarga; aðra að telja. Einna flest
er eptir varaforsetann Þórð Sveinsson, hinn skemtileg-
asta ræðuflytjanda og Jærðasta í málum vorum, Jakob
Smára, sem mörg erindi flutti meðan hann naut óskertr-
ar heilsu, ávalt efnisrík og hin fróðlegustu, Isleif Jóns-
son og Einar Loptsson, sem margt hafa sagt oss í mörg-
um erindum af sálrænni og sannfærandi reynslu sinni,
síra Jón Auðuns, og enn fjöldamargir aðrir, konur og
karlar, sem ég vona að enginn styggist af, þótt ég kom-
ist ekki yfir alla að telja. Nöfn þeirra eru ekki fyrir það
gleymd, heldur geymd í hugum félagsmanna og bókum
félagsins.
Af erindunum, sem flutt hafa verið, hefir rúmur helm-
ingur — mér hefir talizt 87 af 165 — verið birt í tíma-
ritinu „Morgni“ og því allir getað átt þar aðgang að
þeim, og er það eins og ég áður gaf í skyn skýring á, að
svo mörgum hefir fundizt þeir geta verið án og utan fé-
lagsins, þótt þeir bæði óskuðu því alls góðs og vildu alls
góðs af því njóta—og þetta því fremur, sem í ,,Morgni“
hefir auðvitað verið mikið meira og fleiri efni, en að
eins þessi 87 erindi, því að í 19 árgöngum hans hafa
komið út um 450 greinar og greinaflokkar, að meðtöld-
um smágreinum og einstökum ljóðum. —
Á hinum öðrum framtíðarhlutverkum, sem ég gat
um að forsetinn taldi, hefir félagið heldur ekki misst
sjónar, þó að sum hafi orðið að tefjast eða orðið minna