Morgunn - 01.06.1939, Side 48
42
MORGUNN
Þér afsakið, bræður mínir, að ég segi það — þótt ég sé
nú ekki að tala fyrir kvennaminni — að þær bregðast
sízt, þegar er að ræða um trúar- og tilfinningamál,
vandasömustu og viðkvæmustu málin. Þá verður það
sama lagið, sem við syngjum öll í einum kór: Það skal
upp! Ég segi ykkur satt, að þá verður gaman að halda
jubiieum, fagnaðarsamkomu, í heimahúsum fyrir þá,
sem þá lifa. Ég get ekki heimtað að ég gjöri það, en
gott væri þó, að þið vilduð flýta því með það fyrir aug-
um. Ég skyldi þá standa upp og segja aptur það sem
ég sagði á fyrsta haustfundinum okkar, að „nú stönd-
um vér vel“. Svo tala ég ekki meira um húsmálið. Þér
skiljið mig. Og þó að ekki hljótist annað gott af sam-
komu okkar, en að styrkja okkur í þessum ásetningi,
þá munum við hvísla hver að öðrum, þegar við skiljum
í kveld, að betur hafi þó verið farið, en heima setið.
Þá vil ég að eins drepa á annan lið forsetans, bóka-
safnið. Bókasafn eigum við, mest gjafir, aðallega frá
frú Ágústu Svendsen og ekkju Haralds Níelssonar. En
það er mest á útlendum tungum og því tiltölulega fá-
um félagsmönnum að notum, en þó samt nokkrum, því
að þeim fjölgar sem lesa enska tungu. En sjálfsagt ætti
að auka safnið, ekki sízt að því, sem til er á íslenzku um
málið, þó að ekki geti það fullnægt mörgum og mest
verði einstakir menn að eignast þau rit sjálfir.
Þriðja og fjórða atriðið, að styrkja miðilsefni og ráða
þroskaða miðla, hafa verið framkvæmd fyllilega eptir
aðstæðum og efnahag félagsins, og gefið góðan árangur
í hlutfalli við það, ótalmargir fyrir það fengið fullnægt
andlegri þrá og þörf sinni, hlotið huggun og meiri festu
í lífsbaráttu sinni. Hefir félagið þar mjög notið að
einkastarfsemi og fórnfýsi forsetans og frúar hans, enda
jafnaðarlega ekki verið glögg takmörk milli þess, sem
þau hafa í sölur lagt og félagið framkvæmt. Útlendir
miðlar tveir Vout Peters og Einer Nielsen hafa verið
fengnir, en kostnaður við það, sem eðlilega er mjög mik-