Morgunn - 01.06.1939, Qupperneq 49
M O R G U N N
43
ill, verið að mestu leyti borinn af þeim sjálfum, sem
nutu starfs þeirra. Sjálfsagt verður það jafnan áhuga-
mál félagsins að stuðla að starfsemi góðra miðla eptir
allri getu.
Um fimmta og sjötta atriðið, að stofna til vísindalegra
rannsókna er ég fáorður. Þær hafa ekki komið til greina.
Fyrst af því, að það væri félaginu ofvaxið, og í öðru lagi
síður þörf á þeim, þær hafa verið framkvæmdar í öðrum
löndum og niðurstöðurnar kunnar, að þær staðfesta
jafnan sannindi spiritismans, svo að heimsfrægir vís-
indamenn hafa lýst yfir afdráttarlaust, að framhaldslíf
og aðrar niðurstöður hans séu vísindalega sannaðar.
Sjöunda og síðasta atriðið, að senda menn um landið
til að fræða með erindaflutningi hefir heldur ekki orð-
ið framkvæmt öðruvísi, en að þeir forsetarnir sjálfir
fluttu erindi víðsvegar, þar sem þeir fóru um, og þarf
ekki að útlista, hve það varð til mikils skilningsauka og
útbreiðslu á öllu málinu. Yfirleitt ekki völ á öðrum, sem
hefðu hvorttveggja, ástæður og hæfileika til þess. Enda
minni þörf á því eptir því sem félagi voru og Morgni
auðnast lengur að vinna saman. En að sjálfsögðu væri
þeim erindaflutningi aldrei ofaukið og er til framtíðar-
íhugunar fyrir félagið.
Þó að hér hafi nú verið fljótt yfir sögu farið og ég
hefði getað haldið miklu lengri ræðu, en orðið að stikla
að eins á aðalatriðum, þá vona ég að þetta ágrip og töl-
ur, sem ég hef nefnt nægi til að sýna, að það er alls ekki
lítið, sem félagið hefir komið til leiðar, og ekki litlar
menjar, sem það lætur eptir sig í þjóðlífi voru og ekki
munu afmást. Engin mótspyrna hefir getað aptrað því,
að hugsunarhátturinn og viðhorfið til eilífðarmálanna
hefir orðið allt annað, dýpra og alvarlegra, en jafnframt
bjartara og auðugra að huggun og trausti.
Ég ætla því að enda á þeirri ályktun — sem ég vona
að þér öll takið undir með mér, að þessi minningarstund
vor í kveld, er vér lítum til baka til foringjanna, sem