Morgunn - 01.06.1939, Síða 51
MORGUÍÍN
45
og ef oss finnst, að ekkert hafi stoðað,
þá er það rangt, því hér ég segja vil,
að hleypidóma múr er margur brostinn,
er merki sannleiks blaktir himin við,
og býsna margur hugur harmi lostinn
hér hefir fengið gleði. þrótt og frið.
Og því við skulum ótrauð áfram starfa
og aldrei þreytast boðskap sannleiks við,
og sendum hljóm til okkar fjarstu arfa,
af eilífðanna þunga, tigna nið. —
En gleðistunda glöð við skulum njóta
og göngum síðan djörf að verki beint
og látum sannleik lífsstarf okkar móta,
svo ljúft það verði, fagurt, gott og hreint.
Jakob Jóh. Smári.
Ungfrú Þóra Borg las upp kafla úr sögunni ,,Vista-
skipti“ eptir Einar H. Kvaran og frú Elísabet Einars-
dóttir söng eptir hann nokkur kvæði við undirleik ung-
frú Emilíu Borg.
Síra Jón Auðuns flutti stutta en snjalla tölu og árn-
aðarorð til félagsins og starfsemi þess, og ísleifur Jóns-
son sagði merkilegar sögur úr sálrænni reynslu sinni.
Frá skagfirzkum prestum barst samkomunni eptir-
farandi símskeyti:
Mælifelli 19. des. 1938.
Sálarrannsóknafélag íslands, Oddfellowhöllin
Reykjavík.
Hjartans þökk fyrir tuttugu ára heillaríkt starf í
þjónustu sannleikans, minnumst í dag með lotningu og
aðdáun látinna foringja í starfi yðar, Einars Kvarans,