Morgunn - 01.06.1939, Page 52
46
M O R G U N N
og Haralds Níelssonar. Áfram í þeirra anda og kærleika
Krists.
Guðbrandur Björnsson, prófastur, Hofsósi.
Helgi Konráðsson, prestur, Sauðárkróki.
Látus Arnórsson, prestur, Miklabæ.
Tryggvi Kvaran, prestur, Mælifelli.
Þessu skeyti var svarað þannig:
Guðbrandur Björnsson, prófastur, Hofsós.
Tuttugu ára stofnfundur S.R.F.I. 19. des. 1938, þakk-
ar skagfirzkum prestum bróðurlega kveðju og lætur þá
ósk í ljósi, að sálarrannsóknirnar og kirkjan megi ávalt
standa saman um sannleikann.
Kristinn Daníelsson, pt. forseti.
Annað árnaðarskeyti barst frá ekkju síra Haralds
Níelssonar, frú Aðalbjörgu Sigurðardóttur og var það
einnig þakkað.
Frú Gíslína Kvaran lýsti yfir, að hún gæfi félaginu
sálarrannsóknabækur manns síns, forsetans sál., Einars
H. Kvarans, og stóðu fundarmenn upp í þakkarskyni.
Fundurinn fór fram allur hið ánægjulegasta og lýsti
mikilli gleði og samúð allra fundarmanna og áhuga
fyrir málum félagsins.