Morgunn - 01.06.1939, Síða 53
M O RG U N N
47
Miðilshæfileikinn.
Erindi eftlr Einar Loftsson, flutt í S.R.F.I.
Flest eða öll trúarbrögð mannkynsins halda því fram
í kenningum sínum, að persónulegri tilveru mannanna
sé ekki lokið með líkamsdauða þeirra. Þau hafa æfin-
lega boðað mönnunum veruleika og nálægð andlegs
heims, er þeir flyttu inn í við lok jarðlífsins, og þó að
kenningum þeirra um eðli og ásigkomulag framhalds-
lífsins beri ekki að öllu leyti saman í einstökum atriðum,
þá eru þau yfirleitt öll sammála um það, að maðurinn
lifi eftir andlátið í andlegum heimi. Og þetta hefur ekki
að eins verið mönnunum trúaratriði. Heilög Ritning og
önnur helgirit kristinna manna, er um þessi efni fjalla,
svo og helgirit flestra annara trúarbragða segja frá því,
að á öllum öldum hafi verið uppi menn, sem hafi séð
undursamiegar sýnir á heilögum stundum, þeir hafi séð
engla Guðs birtast þeim í skínandi ljósi, þeir hafi átt
samræður við þá um dásemdir og kærleika Guðs og þeim
hafi verið falið að fara út til mannanna og fræða þá um
hann og vilja hans, og svo sannfærðir voru menn þessir
um það, er þeir höfðu séð og skynjað með þessum hætti,
að þeir lögðu allt í sölurnar, yfirgáfu allt og staðfestu
boðskap sinn með lífi sínu og blóði. Þessar frásagnir
kristinna helgirita sýna því nokkuð ótvírætt, að trú
mannanna á tilveru andlegs heims og samband við hann,
hefur æfinlega að dómi samtíðarinnar talið vera byggt á
staðreyndum verulegrar þekkingar, og á vitnisburði
þessara manna um það, er þeir sáu og heyrðu og urðu
sjónarvottar að eru öll trúarbrögð mannanna reist, enda
telja þau það sterkustu rökin fyrir tilorðningu sinni, að
þau séu grundvölluð á guðlegri opinberun frá andlegum
heimi.
Venjulega voru menn þeir, er slíkar vitranir hlutu.