Morgunn - 01.06.1939, Qupperneq 55
MORGUNN
40
þroska slíka hæfileilca, sem fyrir því vilja hafa, og- ég
er sjálfur þeirrar skoðunar, að þessir menn hafi rétt að
mæla. Ég hygg, að ef menn vildu almennt hafa fyrir
því, að athuga rólega og hleypidómalaust allt það, sem
borið hefur fyrir þá á langri æfi, sem venjulega er nefnt
dularfullt eða óvenjulegt, þá mundu þeir í eigin reynslu
finna næg og nærtæk rök fyrir því, að lífi þeirra væri
ekki lokið með líkamsdauðanum.
Mennirnir virðast fæðast inn í þennan heim með slíka
hæfileika að vöggugjöf, og til eru nægar sannanir fyrir
því, að þeirra gætir stundum á bernskualdri. Ég veit
nokkur dæmi þess, að sumir foreldrar hafa veitt því at-
hygli, að börn þeirra á þriðja aldursári hafa oft séð og
skynjað það, er menn ekki sjá almennt, og til eru einnig
dæmi þess, að þau hafi fullyrt á unga aldri, að látin
systkini þeirra hafi dvalið með þeim og leikið sér með
þeim.
Sálrænna hæfileika verður og engu síður vai't meðal
hinna frumstæðustu þjóða. Hve skammt sem þær virðast
vera á veg komnar í andlegum þroska, þá eiga þær sína
töfra- eða andamenn, sem trúað er af þeim, að starfi sem
milliliðir heimanna tveggja. Varfærnir og ábyggilegir
menn hafa stundum hlotið ágæt tækifæri til þess að at-
huga þetta hjá þessum mönnum, þeir hafa gert það með
íullri gagnrýni og með tilliti til þroska þeirra og komizt
að þeirri niðurstöðu, að meðal þeirra gerðust svipuð fyr-
irbrigði og vitað er, að gerast hjá ýmsum nafnkunnum
nútímamiðlum. f XIII. árg. Morguns er m. a. sagt frá
merkilegum sálförum svertingja eins í Afríku.
Ýmislegt bendir og til þess, að það séu ekki að eins
mennirnir einir, er þessa hæfileika eigi. Þeirra virðist
líka verða vart hjá sumum hinna æðri dýra. Ég hef oft-
ar en einu sinni, ásamt fleirum, orðið sjónarvottur að
einkennilegu háttalagi hesta og hunda, m. a. nú síðast-
liðið sumar, er að eins verður skýrt með því einu, að dýr
.þessi hafi séð eitthvað af því, er menn ekki venjulega sjá.
4