Morgunn - 01.06.1939, Page 56
50
MORGUNÍJ
En þó að menn aðhyllist nú ekki lengur þann skilning,
að fyrirbrigði þau, er hér um ræðir, gerist vegna beinn-
ar, persónulegrar íhlutunar Guðs sjálfs, eða hann þurfi
að upphefja náttúrulögmálið til þess að veita mönnum
þekkingu á sér og vilja sínum, þá ber þeim öllum saman
um það, er bezt hafa kynnt sér þessi mál, að sálrænir
hæíileikar mannanna séu guðdómlegt veganesti, er
mönnunum hafi verið gefið af máttarvöldum alheimsins.
Hin sálrænu fyrirbrigði hafa ekki einungis sannfært
mennina um veruleik andlegs heims og framhaldslíf
ástvina sinna í þeim heimi, heldur og líka um tilveru
Guðs og kærleiksríkai stjórn hans á tilverunni, að vakað
sé yfir þeim frá þeim heimi og reynt sé til að veita þeim
huggun og hjálp á örðugustu stundum lífs þeirra. Og
þegar við hugsum um allt það, er mennirnir telja sig
eiga þekkingunni á þessum málum að þakka, er þá und-
arlegt, þó að þeir leggi nokkurt kapp á, að leita tæki-
færa til eigin þekkingar á þessum efnum, með aðstoð
þeirra manna, sem sálrænum hæfileikum eru búnir?
Þar sem menn eru nú yfirleitt orðnir sannfærðir um
það, að fyrirbrigði þau, sem hér um ræðir, stjórnast af og
lúta ákveðnum lögum, þá er hverjum og einum nauðsyn-
legt, er áhuga hefir fyrir þessum málum að kynna sér
sem vandlegast lögmál þau, sem fyrirbrigði þessi eru háð,
afla sér sem fyllstrar þekkingar á því, hvað unnt sé að
gera til að tryggja sem beztan árangur, og hvað geti
dregið úr árangri og jafnvel eyðilagt hann með öllu. Ým-
islegt bendir til þess, að miðilshæfileikinn sé nokkuð rík-
ur með þjóð okkar, og vitað er, að allmargir hér í bæ og
vafalaust víðar fást við slíkar tilraunir, og þá sýnist það
ekki vera ástæðulaust að gera tilraun til þess að kynna
mönnum hið helzta úr reynslu þeirra manna, hérlendra
og erlendra, er mesta og hagnýtasta þekkingu hafa á
þessum málum, enda tel ég að félagi okkar beri skylda
til að veita sem mestri og ábyggilegastri fræðslu um
þetta út til almennings, en þar sem tilgangur minn er sár