Morgunn - 01.06.1939, Page 58
52
M O R G U N N
þekkt þann, er bar honum fyrir sjónir, en hvað sem slíkum
skýringatilg’átum líður, þá er hinum sálræna manni
nauðsynlegt, að fá úr því skorið, hvort hér kunni að hafa
verið um misskynjun hans sjálfs að ræða eða veruleika
og áreiðanlega stendur ekki á því af hálfu framliðinna
manna að reyna til að sanna nærveru sína. Hinn sálræni
maður þarf því að leitast við að stofna til vitaðrar sam-
vinnu við hina óvæntu gesti, taka þeim með samúð og
vinsemd, gefa þeim kost á vinsamlegri aðstoð sinni til að
færa honum, og öðrum sem til greina kunna að koma,
sem öruggasta tryggingu fyrir persónulegri návist sinni.
Þá verður hann og að varast að álykta sem svo, að hann
sé kominn í vitundarsamband við alvitrar verur, þó að
honum virðist sem einhverju sé hvíslað að honum, eða
hann geti greint raddir eða beina ræðu einhvers eða
einhverra, sem hann finnur vera í skynjanlegri nálægð.
Sambandið er eðlilega veikt og óþroskað í fyrstu og full
ástæða til að ætla, að misheyrn geti átt sér stað. Þó má
hann vitanlega ekki taka öllu slíku með eintómri efa-
girni og tortryggni, það myndi líka eyðileggja allan
árangur. Það, sem mestu máli skiptir, er að hann taki
öllu slíku með gagnrýninni samúð, leitist við að búa
samverkamönnum sínum frá öðrum heimi sem bezt skil-
yrði. Séu honum sýndir einhverjir ókomnir viðburðir
með þessum hætti, eða sagt frá einhverju því, sem hann
veit sjálfur ekkert um, þá er það mjög mikilvægt, að
hann geti átt kost á samvinnu við einhvern þann, sem
honum er unnt að sýna fullan trúnað og segja frá, hvað
fyrir sig hafi borið. Ekki má hann heldur láta það aftra
sér frá að sinna þessu, þó að skekkjur kunni að geta
komið fyrir eða einhver ónákvæmni. Það getur eðlilega
stafað af því einu, að sambandið við þessa gesti sé ekki
orðið nægilega traust, en það hverfur venjulega með
tímanum, sé hann góðum hæfileikum gæddur, en jafn-
an skyldi hann gera vitsmunaverum þeim, sem hann hef-