Morgunn - 01.06.1939, Page 62
56
M O R G U N N
azt meira en góðu hófi gegndi, hann verður næmari fyr-
ir hvers konar áhrifum, þæði þeim er valda honum þæg-
indum og óþægindum, en þetta getur stundum vald-
ið honum örðugleikum, því að honum tekst sjaldnast að
loka sér fyrir slíkum áhrifum af eigin ramleik eftir þetta.
En hvað á hann að gera, hafi svona farið? Á hann
að láta staðar numið eða leitast við að sinna þessum
hæfileikum sínum? Ég svara því hiklaust, að honum sé
nauðsynlegt að gera eitt af tvennu; annaðhvort að
halda þeim tilraunum áfram í samvinnu við þá, er skyn
bera á þessi mál, eða leita aðstoðar góðs og þroskaðs
miðils og hið síðartalda er æskilegast.
Ymislegt getur þó valdið því, að hinum sálræna manni
finnist nokkuð örðugt að taka ákvörðun um þetta, eink-
um ef hann skortir verulega þekkingu á málinu. Sumir
kunningjar hans og vinir og aðrir, sem hann ræðir við
um þessi efni, kunna að hafa drukkið inn í sig þær skoð-
anir, að slík starfsemi sé hættuleg eða varhugaverð fyr-
ir andlega og líkamlega heilbrigði miðlanna, og venju-
lega fullyrða þeir mest um þá hluti, sem minnsta þekk-
inguna hafa til að bera, enda eru staðhæfingar eins eða
annars um þessi efni einatt reistar á eintómum kviksög-
um og fullyrðingum einhverra þeirra, sem honum eru
jafn ófróðir.Ein mótbáran gegn þroskun sálrænna hæfi-
leika er sú, að miðlarnir stofni andlegri og líkamlegri
heilbrigði sinni í hættu með því að gefa sig undir yfirráð
einhverra ókunnra vitsmunaafla (stjórnendanna), þó að
leit eftir hugsanlega fáanlegri þekkingu sé markmið það,
sem að er stefnt.
Þekking sú, er rannsókn á sálrænum hæfileikum mann-
anna og meðferð þeirra hefur leitt í ljós, hefur sannað,
að skynsamleg og hófleg notkun þeirra hæfileika hefur
þvert á móti hin æskilegustu áhrif á andlega og líkam-
lega líðan þeirra. Auðvitað geta miðlar orðið veikir,
sem aðrir menn, en það er áreiðanlega undantekning, sé