Morgunn - 01.06.1939, Síða 64
58
M O R G U N N
brigðri skynsemi og dómgreind, þá er æfinlega hætta
fram undan.
Ég kem þá að hinni mótbárunni, hættu þeirri, er sumir
vilja telja að miðlarnir stofni sér í með því að gerast
háðir yfirráðum einhverra óþektra vitsmunavera, stjórn-
endanna.
Það er engan veginn rétt, að miðilssvefninn verði til
með þeim hætti, að einhver eða einhverjar vitsmunaver-
ur þvingi miðlana til að lúta stjórn sinni eftir eigin geð-
þótta, þvert á móti vilja þeirra. Svefnhöfgi sá, er miðl-
arnir falla einatt í á fundunum, verður til fyrir vinsam-
lega samvinnu tveggja aðilja, hins jarðneska manns,
sem til þess er hæfur og þess, sem frá öðrum heimi reyn-
ir til að notfæra sér sálræna hæfileika hans með ákveðið
takmark í huga. Miðlarnir eru alveg jafn viljasterkir og
þróttmiklir í skapgerð sem aðrir menn, og ræktun sál-
rænna hæfileika þeirra leiðir venjulega til aukins þroslca
í andlegu lífi þeirra. Neiti þeir að láta nota sálræna hæfi-
leika sína eða færist undan „að hverfa undir stjórn“
beita stjórnendur þeirra engri þvingun, þeir viðurkenna
skilyrðislaust sjálfsákvörðunarrétt jarðneskra samverka-
manna sinna. Hér er því um algerlega frjálst samstarf
að ræða milli tveggja jafn rétthárra aðilja, og því fylli-
lega réttmætt fyrir hvern og einn, sem til þess er hæf-
ur að taka þátt í því.
Sumir þeirra, sem enga eða vafasama þekkingu eiga á
þessum málum, virðast haldnir þeim einkennilegu hug-
myndum, að dásvefn miðilsins geti orðið til þess að skapa
einhverjum óvelkomnum gesti eða „illum anda“ tæki-
færi, til að ná yfirráðum yfir vitund hins sofandi manns
og neytt hann til þess að gera eitthvað gegn vilja sínum.
Hætturnar í þessum efnum eru áreiðanlega ekki meiri
en hvar sem vera skal. Tilveran sem við lifum í, er full
af alls konar hættum. Gasleiðslurnar í híbýlum okkar
geta sprungið, raftaugarnar brunnið í sundur og vald-
ið eldsvoða, við getum orðið fyrir bifreið, þegar við