Morgunn - 01.06.1939, Side 65
M O R G U N N
59
göngum yfir göturnar o. s. frv. En við hegðum okkur yf-
irleitt, eins og þessar hættur séu ekki til, við notum gas
og rafmagn eftir þörfum, við látum vitundma um þess-
ar hugsanlegu hættur ekki raska geðró okkar eða valda
neinum áhyggjum í daglegu lífi okkar. Hinir fyrnefndu
munu vilja benda á, áðurnefndum staðhæfingum sínum
til stuðnings,að við vitum deiliááðurgreindum hættuefn-
um, en miðilshæfileikinn sé okkur ókunnugur í eðli sínu,
þó að við fáum greint verkanir hans. Alt þetta hjal um
,,illa anda“, sem eigi að geta hlaupið í miðilinn og neytt
hann til að fremja einhver óhæfuverk gegn vilja sínum,
er byggt á vanþekkingunni einni. í fyrsta lagi gerast sál-
ræn fyrirbrigði samkvæmt ákveðnum lögum og undír
handleiðslu góðs stjórnanda er engin hætta á ferðum.
Staðhæfingin um það, að við séum umkringdir herskör-
um „illra anda“, er ekkert annað en leifar gamallar hjá-
trúar og hindurvitna. Munu nú þeir menn, sem slíku
halda fram vera sannfærðir um það, að hugsanir þeirra,
orð og breytni sé slík, að þetta sé líklegt til að draga
slíkar vitsmunaverur til samvistar við þá ? Þá væri vissu-
lega tilefni til fyrir þá hina sömu, að breyta eitthvað um
háttu. Það liggur í augum uppi, að í fáfræðinni um eðli
og starfsháttu sálrænna hæfileika, liggja aðalhætturnar
fyrir þá menn, sem eiga slíka hæfileika. „Forðastu miðl-
ana og þér er borgið“, segja sumir. Heimskan og vitleys-
an ríður ekki æfinlega við einteyming.
Séu menn sálrænum hæfileikum búnir, án þess að
þeim hafi tekizt að gera sér rétta grein fyrir slíku, eru
þeir eðlilega næmari fyrir áhrifum frá einum eða
öðrum, sem að garði þeirra bera. Þekking sú, sem
sambandið við annan heim hefur leitt í ljós, sýnir nokk-
uð ákveðið, að kjör mannanna fyrst eftir umskiptin, geta
stundum verið nokkuð örðug og það leiðir af sjálfu sér,
að menn þeir, sem sálrænum hæfileikum eru búnir, geta
orðið varir við þetta með einhverjum hætti, án þess að
liafa gert sér fyllilega ljóst, hvaðan hin einatt miður