Morgunn - 01.06.1939, Page 67
M O R G U N N
61
þjálfunar við, og fara að halda fundi, þó að þeir hafi
ekki hlotið neina þekkingu á þessum málum og þeir virða
einatt að vettugi allar bendingar sér fróðari manna.
Þetta er þó sennilega ekki eingöngu hinum sálrænu
mönnum að kenna, heldur e. t. v. miklu fremur áhrifum
einhverra samverkamanna þeirra, er með þeim hafa
verið, sem að vísu hafa fulla samúð með málinu, en
skortir einatt nægilega þekkingu og brestur skynsam-
Jega gagnrýni á eðli og gildi sannana fyrir framhalds-
lífinu og telja það vera sannanir, sem ekki er rétt að
nefna því nafni, sem að eins eru meira eða minna senni-
legar tilgátur.
Það er vafalaust miklu vandasamara og örðugra fyrir
framliðna menn að koma sönnunum fyrir framhaldslífi
sínu til okkar, en við tíðast hyggjum, en sannana verðum
við að krefjast, þær eru málefninu skilyrðislaus nauð-
syn, grundvöllurinn sem það byggist á. Reynslan sýnir
að ótvíræðar sannanir hafi fengizt, og að þær geta kom-
ið hvar sem vera skal, ef réttilega er að farið. Meira
eða minna ákveðnar fullyrðingar um nærveru einhverra
vandamanna eða vina, góðlátlegt hjal um gleði þeirra
yfir því, að verið sé að segja frá þeim, ástúð þeirra og
umhyggju er að vísu einkar hugnæmt, en í slíku hjali
felst engin vissutrygging eða óvéfengjanleg sönnun, þar
þarf meira til og nauðsynlcgast af öllu nauðsynlegu er,
að jarðneskir menn leitist við að afla sér sem fyllstrar
þekkingar á því, hvað þeim sé unnt að gera, til að tryggja
framliðnum mönnum sem bezt skilyrði, til að geta full-
nægt gagnkvæmum þörfum sínum og þeirra.
En þegar menn, sem sálrænum hæfileikum eru búnir,
freistast til þess af einhverjum ástæðum, að fara að halda
opna fundi fyrir almenning, löngu fyr en hæfileikar
þeirra hafa náð eðlilegum þroska og þjálfun, þá er allt-
af hætta á þvi, að starfsemi þeirra beri lítinn árangur og
komi málefninu að litlu liði. Það er að vísu göfug og góð
viðleitni og alli’ar þakkar verð, að þeir sem sálrænum