Morgunn - 01.06.1939, Page 68
62
MORGUNN
hæfileikum eru búnir, gefi öðrum kost á að njóta góðs.
af þeim líka, en sjálfra. sín og málefnisins vegna mega
þeir ekki byrja slíka starfsemi fyr en tími er kominn til.
Öfgar í notkun sálrænna hæfileika, of tíðir fundir o. fl.,
ofreynir starfskrata miðlanna og veiklar þá, engu síður
fyrir það, þó að hinir sálrænu menn verði þess e.t.v. ekki
varir í fyrstu, en þetta getur haft alvarlegar hættur í för
með sér og margir hafa með þessum hætti skemmt eða
eyðilagt slíka hæfileika sína, eða lamað þá svo mjög, að
þeir ná aldrei þeim þroska, sem þeir hefðu getað náð
með réttri meðferð. Miðilshæfileikann verður að þroska
með ítrustu vai’færni og gætni. Menn mega ekki vera of
frekir í kröfum, verða að taka með biðlund og þolin-
mæði, þó að lítið virðist ganga í fyrstu og gera sér það
ijóst, að þjálfun miðilshæfileikanna tekur venjulega
langan tíma, stundum fleiri ár, en sé fyllstu varkárni
gætt frá byrjun í þessum efnum, þarf engar vafasamar
afleiðingar eða hættur að óttast. — Reynslan sýnir að
réttileg meðferð þeirra verður miðlunum og þeim, er til
þeirra leita, til blessunar og ávinnings. Stjórnendum
miðlanna er fyllilega ljós sú ábyrgð, sem á þeim hvílir og
þá einnig það, að árangurinn af starfsemi þeirra sé und-
ir því kominn, að miðlanna, er þeir starfa með, sé vand-
lega gætt. Þetta þarf jarðneskum mönnum að skiljast og
þeir mega ekki stuðla með neinum hætti að því, sem orðið
getur til að torveida hagnýting sálrænna hæfileika
þeirra. En sé nægilegrar varúðar og varkárni ekki gætt,
þá getur árangurinn eðlilega orðið allur annar en til var
stofnað, auk þess sem starfsemi lítt eða hálfþroskaðra
miðla getur aldrei orðið málefninu ávinningur, heldur
vekur einatt andúð gegn því og hana stundum rættmæta.
Frh.