Morgunn - 01.06.1939, Page 69
MORGUNN
63
Játning Alan Howgrave Grahams
[Prófessor Þórður Sveinsson á Kleppi hefur góðfúslega leyft
Morgni að birta eptirfarandi bréf. Höfundurinn er nafnkunnur sál-
arrannsóknamaður og hefur ritað mikið um þau efni, þar á meðal
í hið alkunna tímarit Light, og urðu greinar hans þar til bréfa-
skifta milli hans og Þórðar prófessors. Hann var liðsforingi í
heimsstyi’jöldinni og áður skólameistari og á nú heima í Pretoria í
Suður-Afríku. í bréfinu lýsir hann skoðanaskiptum sínum og er
það ein af hinum mörgu skemtilegu viðurkenningum mikilla vits-
munamanna, sem kannast við sannleik sálarrannsóknanna jafn-
skjótt og þeir taka sér fyrir hendur að kynna sér þær með vand-
legri umhugsun og reynsluþekking. Að öðru leyti vísast til bréfs-
ins sjálfs um frásögu hans og niðurstöðu.]
116 Johnston Street,
Pretoria,
Transvaal,
10. Október 1938.
Prófessor Þórður Svcinsson.
Kæri herra!
Ég hef í dag fengið bréf yðar, dags. 9. sept. Það er bæði
skemmtilegt og mjög er gaman að fá bréf frá stað á
hnettinum, sem er svo langt burtu, eins og þér sjáið af
því, hvar greinarnar eru ritaðar, sem komu yður til að
skrifa bréfið.
Leyfið mér einnig að þakka yður fyrir, hversu vin-
gjarnlega þér ritið um þessar greinar. Það gleður mig
mjög mikið, að þér finnið að þær hafa sannleik að geyma.
Sagan um apturhvarf yðar frá efnishyggju til trúar á
framhaldslíf þess, sem vér köllum sál eða anda, er skemmti-
leg. Hún líkist að nokkru leyti minni eigin sögu, og þó
að ég geti búizt við, að yður þyki það leiðinlegt og þreyt-
andi, þá langar mig til að rita nokkuð rækilega um eigin
reynslu mína.
Þegar ég var drengur, fór ég til Þýzkalands og þá var