Morgunn - 01.06.1939, Qupperneq 72
66
M O R G U N N
hugsað, sem enginn annar nokkurn tíma vissi eða mundi
liaía vitað um. Vinkona mín, ungfrú Dallas, sem ég skrif-
aðist á við, var á miðilsfundi hjá frú Brittain á Englandi
í umboði fyrir mig (proxy sitting), og það gjörðist í raun
og veru, að Jannie (svo hét drengurinn) sagði henni at-
riði, sem hefði komið mér í vandræði, hefði hún ekki verið
svo góður og trúfastur gamall vinur, — birtingar úr
einkaframferði mínu; atriði, sem mig mundi aldrei dreyma
um að birta nokkrum lifandi manni.
Einu sinni var það á miðilsfundi, að önnur vera var í
sambandi, sem vildi finna Jannie. „Hvernig stendur á því“,
spurði ég, „að þótt ég hafi í þrjátíu ár fengizt við sálar-
rannsóknir, og hafi haft ótal sambönd við alls konar menn,
þá hefir þetta aldrei komið fyrir mig“ (ég átti við höggin).
Svarið var einfalt og eins og það væri svo sjálfsagt, að það
kom næstum í ávítunarróm: „Af því að hann langaði svo
ákaflega til að gjöra það“.
Satt er það sem sagt var: „Af munni barna og brjóst-
mylkinga“. Þessi litli drengur hefur gjörbreytt allri skoð-
un minni á lífinu.
Á dánardegi hans, 18. ágúst síðastl., fór ég út að gröf
hans í Johannesburg (fjörutíu mílur héðan frá Pretoria)
og lagði á hana sveig úr purpuralitum fjólum með rauðum
og hvítum rósum í miðjunni. Ég snotraði líka til gröfina,
setti þar aftur blómker með nokkrum blómum í, og tíndi
svolítinn skúf af vallarblómum, sem voru þar, og stakk í
vasa minn. Á miðilsfundi sama kveldið fór fram samtal,
sem hér fer á eftir, að minnsta kosti nokkuð af því. (Ég
tek það fram, að enginn lifandi sál vissi, hvað ég hafði
gjört um daginn, nema ég sjálfur. Hann talar ensku mjög
vel):
„Var móðir þín þar í dag?“
„Nei, mamma mín var ekki í kirkjugarðinum“. (Ég
nefndi ekki kirkjugarðinn).
„Nú, hvers vegna nefnir þú kirkjugarðinn?“
„Af því ég skynjaði hugsun þína um hann“.