Morgunn - 01.06.1939, Side 73
MORGUNN
67
„En hvers vegna ætli ég hafi hugsað um kirkjugarð-
inn?“
„Þú fórst í kirkjugarðinn í morgun“.
„Nú, og hvernig veizt þú það?“
„Ég hef verið með þér allan daginn“.
„Þá veiztu hvað ég gerði í kirkjugarðinum ?“
„Já, ég veit það. Þú lagðir blóm á gröfina mína“.
„Hvaða blóm voru það?“
„Það voru fögur blóm“.
„Gaztu þá séð þau?“
„Já, ég gat séð þau“.
„Jæja, hvernig voru þau?“
(Dálítið hik. „Vertu ekki að geta upp á og reyna til að
hjálpa honum. Hann getur það bezt sjálfur".1)
„Það voru hvít blóm“.
„Nei, það var ekki. Jú, það var. En voru nokkur önnur?“
„Það voru fáein hvít blóm, og önnur með ýmsum litum.
Það voru gæsablóm“.
„Nei, ekki gæsablóm; en litlar rósir. Var það allt?“
„Það var dálítið af . .. (ekki að hjálpa honum) purpura-
litum blómum".
„Þú ert ágætur drengur, Og hvað gjörði ég meira?“
„Þú hreinsaðir alt, gjörðir það snoturt“.
„Nokkuð meira?“
„Þú lézt nýtt vatn“. — „Nei“. — „Þú lézt ný blóm í
blómkerið".
„Jæja, það voru ekki ný blóm. Það voru blóm sem höfðu
dottið úr. Gjörði ég annars nokkuð?"
„Þú tókst ruslið í burtu“.
„Og nokkuð enn þá meira?“
„Þú tókst dálítið af plöntum burt“.
Seinna, þegar minnzt var á vallblómin, sem ég hafði tínt
á gröfinni og látið í vasaveski mitt, þá sagði ég:
„Veiztu, Jannie, hvað ég hef í vasa mínum?“ „Verið þið<
1) Stjórnandinn tekur fram í.
5*