Morgunn - 01.06.1939, Page 74
68
MORGUNN
nú ekki að geta upp á fyrir hann. Hann getur miklu betur
sagt það sjálfur".
„Þú hefur dálítið af ... Þú hefur þar dálítið blóm“.
„Þú ert blátt áfram dásamlegur, Jannie“.
í annað sinn hafði ég sett í vasa minn ljósmynd af hon-
um, sem ég hafði fengið frá móður hans, án þess að geta
um þetta við nokkurn mann eða segja neinum, að ég hefði
þessa mynd. Hann sagði mér þá, að sumu leyti á Afríku-
máli (Suður-Afríku-hollenzku) og sumu leyti á ensku, með
töluverðum erfiðismunum:
„Ja, Ek sien dit nou! Jy het ..." og þá þagnaði hann
(líklega í vandræðum, því að lítill Afríkudrengur má ekki
segja „Jy“ [o: þú] við fullorðinn mann). „Segðu það á
Ensku, kæri minn; frúin þessi (miðillinn) skilur lítið í
Afríkumáli".
„Það er . . . það er .. . mynd af mér“.
„Ég vil að þú gefir ... nei ekki gefir hana —“.
Miðillinn grípur fram í skeytið, sem hún er að flytja:
„Nú, ekki gefa hana? Hvað á hann þá að gjöra við hana?“
„Ég vil að þú eigir hana alltaf, svo að þú gleymir mér
ekki“.
Þannig getið þér séð, hvernig þessi kæri, litli vinur minn
að eins með sinni eigin vinnandi og aðlaðandi persónu gat
neytt mig til að líta einnig á þá hliðina á öllu þessu, sem
ég hafði svo stranglega bælt niður með efasemdum ög reng-
ingum; sannað mér að hann hefði rétt fyrir sér og neytt
mig til að slíðra sverð og játa mig sigraðan.
Yðar einlægur
Alan Howgrave — Graham.