Morgunn - 01.06.1939, Side 75
M O R G U N N
69
Afram
Erincii flutt í S. R. F. L, 19. jan, af Kr. D.
Kæru félagssystkini!
Ég geng að því vísu, að okkur sé öllum eitthvað líkt í
huga, þegar við komum í þetta sinn saman á þýðingar-
miklum tímamótum.
Ég segi þýðingarmiklum, — ekki aðeins vegna þess, að
við erum nú að byrja nýtt tímabil í æfi félags vors, þar
sem við fyrir skömmu, 19. desember, héldum minnigu um
20 ára tímabil, sem liðið var af sögu þess.
Sú minningarstund var okkur öllum mikil ánægjustund,
svo að ég hugsa, að hún verði okkur öllum lengi í minni,
og í fylgd með þeirri minning megi vera sí-endurtekin upp-
örfun, til að starfa fyrir félag vort og styrkja það á allan
hátt, sem vér getum, öll í sameiningu og hver einstakur.
Ef einhverjum skyldi þykja þessi ummæli mín full-
ákveðin og örugg, þá held ég, að þau séu það þó ekki
um skör fram. Ég styð þau við það, að mér þótti, og ásamt
mér öllum félagsbræðrum og systrum, sem ég hefi átt tal
við, bæði á samkomunni sjálfri og síðar, að þar kæmi ótví-
rætt í ljós, hve við öll vorum glöð — ekki gleði í venju-
legum skemmtunarskilningi, sem jafnan fylgir „góðra vina
fundum“ — heldur gleði, sem byggist á meðvitundinni um,
hve málefnið, sem félag vort er að vinna fyrir, er mikið
og háleitt og — ég bæti óhikað við — heilagt, hafið yfir
hversdagslegt dægurþras og eril og önn þessa jarðlífs vors,
og er þó f jarri því, að það sé ekki einnig mikilsvert — því
að það er það í sannleika — mikilsvert, að vér ástundum
að lifa því með skyldurækni hver í sínum verkahring, með
vakandi umhyggju fyrir sjálfum sér og þeim, sem oss er
skyldast að annast, og þó jafnframt öllum öðrum, sem
samleið eiga með oss um jarðlífið, með innbyrðis góðvild