Morgunn - 01.06.1939, Side 76
70
MOKGUNN
■og kærleika, og búuin oss xneð því undir þá stund, er það
tekur enda, — stund, sem vor allra bíður fyr eða síðar,
og þó allra, hvort sem eldri eða yngri erum, um tiltölu-
lega skammt, því að aldrei er mannsæíin löng nema á jarð-
neskan mælikvarða mælt, það finnum við bezt, sem náð
höfum háum aldri, lifað sem kallað er langa æfi og get-
um vitnað fyrir yður, sem yngri eruð, að oss finnst hún,
þrátt fyrir allt, hafa verið stutt, og vera eins og skuggi
liðin hjá — búum oss undir, sagði ég, að vera þá sem bezt
hæf fyrir hið æðra tilverustig, sem málefni vort er full-
komin — og ég bæti við óumræðilega huggunar- og gleði-
rík — sönnun fyrir, að þá tekur við — tilverusvið, þar sem
ástvinirnir, sem vér syrgjum, búa og bíða endurfundar við
oss, geymdir í föðurlegri umsjá alkærleikans, þar sem á
fyrir höndum að fullkomnast guðsmyndin, sem oss er gef-
in, en hér getur ekki náð fullum þroska.
Ég sagði, að það væri þýðingarmikil tímamót, ekki að
eins vegna þess, að vér erum að byrja nýtt tímabil, ég á
við næstu 20 ár eftir þau 20, sem liðin eru; því að ef líta
skyldi yfir svo langt, þá getum vér helzt áttað oss á því,
sem um er liðið, en lítið glögga grein gjört oss fyrir, hvað
það, sem fram undan er kann að bera í skauti sér, að öðru
leiti en að byggja á líkindum og vonum, óskum og ásetn-
ingi.
Og ekki heldur að eins vegna þess, að þetta tímabil eig-
um vér nú að byrja sviptir þeirri sterku forustu, sem frá
upphafi hefur stýrt athöfnum og störfum félags vors, og
er það út af fyrir sig svo þýðingarmikið, að þótt við hugs-
um okkur jafnvel 20 ár áfram í tímann, þá gjöri ég ráð
fyrir, að seint og snemma verði enn viðkvæðið að minnast
þess. Því að svo sterk vor sú forusta, að jafnvel þótt for-
setinn væri veikur orðinn, var félag vort lítt árennilegt
til árása eða atlögu af andstæðum öflum, meðan hans naut
við. Nú játum við — án þess að láta það draga kjark úr
okkur — að við finnum okkur veikari, en ekki þó annað en
veikari starfsþjóna sterks málefnis, sem eptir eigin eðli