Morgunn - 01.06.1939, Qupperneq 77
MORGUNN
71
sínu ber sinn ósigrandi mátt í sjálí'u sér. Þetta má oss
aldrei gleymast, hvað sem í gjörist, hvort sem tímabilið,
sem vér í hvert sinn lítum, er lengra eða skemmra.
Nú var það hið skemmra, sem mér var í hug. Ekki að
líta langt fram i tímann, hvað verða megi eftir 20 ár eða
enn lengri tíma, heldur það sem næst liggur og fyrst kem-
ur til að ráða fram úr á nýbyrjaða árinu — ekki að festa
hugann á foringjaláti eða veiklaðri aðstöðu, heldur hvað
vér getum framkvæmt með því liði, sem vér höfum eða
væntum að geta á nálægum tíma haft á að skipa.
Þér munuð nú skilja, að ég með þessum ummælum mín-
um á við þau tímamót, sem hin nýliðnu áraskifti tákna,
er vér höfum látið hið minningarríka ár 1938 að baki oss
eg berumst óðfluga inn í óþekkt ár 1939, sem vér vildum
.g'eta vænzt oss sem mests á því. Þau tímamót, áramótin,
hafa ávalt þótt og oss þykir þau öllum enn ein hin þýð-
ingarmestu.
Hinir fornu Rómverjar höfðu eins og forfeður vorir,
•sem þér vitið, marga guði. Einn þeirra nefndu þeir Janus.
Hann átti að varðveita allt upphaf eða byrjun, t. d. þegar
éfriður var að byrja. Hann var guð dyra og dyr heita á
latínu „Janua“. Þeir helguðu honum fyrsta mánuð árs-
ins og nefndu hann eftir honum Janúaríus. Og svo djúpum
i'ótum hefur þessi hugmynd staðið, að allar Norðurálfu-
þjóðir, og einnig vér Islendingar, fjarskyld þjóð norður
undir heimsskauti, notum eftir þrjú þúsund ár eða enn
meira, enn sama nafnið á fyrsta mánuði ársins. Þeir mynd-
uðu þennan guð með tveimur andlitum, sem horfðu sitt í
hvora gagnstæða átt, annað til hins liðna, sem látið var að
haki, hitt til hins ókunna og ókomna, sem var að byrja.
Eg nefni þetta til gamans, því að þptt það sé eiginlega
útúrdúr frá efni voru, þá sýnir það hugsjónarríka og hug-
þekka táknmynd þeirrar miklu þýðingar, sem hver áramót
að sjálfsögðu hafa fyrir oss alla, einstaka menn og mann-
félög, þegar alvara lífsins knýr alla alvarlega hugsandi
menn til að hafa í þessum skilningi tvö andlit, til þess af