Morgunn - 01.06.1939, Síða 78
72
M O R G U N N
sjónarhól áramótanna að líta til baka á það liðna, sem enn
er þó í minni, og horfa fram á veginn, sem fram undan
er, þótt ekki sé auðið, að sjá það, sem þar er í langri
fjarlægð, þá samt mætti auðnast að ráða nokkuð rúnir
næsta ársins og ráða einhverju um, hversu þær ritast, —
athuga, hvað af því, sem næst er um liðið, getur verið
grundvöllur til að byggja á það, sem næst er framundan,
— hvað miður hefur farið í breytni eða athöfnum, og
hversu úr megi bæta sem fyrst og bezt á komandi tíma,
iðrast þess, sem oss þykir illt hafa verið og reyna til að
þera þeirri iðrun samboðna ávexti eins og afturhvarfspré-
dikarinn mikli komst að orði. Um þetta var ég að hugsa,
þegar ég var að búa mig undir að vera hér með yður 1
kvöld á kærleiksfundi, til þess í eindrægni og innbyrðis
bróðurhuga að ráða ráðum okkar um næstu sporin sem við
stígum á braut félags vors.
Þegar ég ávarpaði yður á fyrsta haustfundinum okkar,
er vér byrjuðum vetrarstarf vort í þetta sinn, þá hafði
ég fyrirsögn fyrir erindi mínu: „Iívar stöndum vér“ og
þessa fyrirsögn hafði ég eiginlega ekki frá sjálfum mér,
heldur frá yður sjálfum, félagssystkini mín. Án þess mér
væri eiginlega ljóst, hvernig ég ætti að stíla mál mitt, þá
reyndi ég að skygnast inn í huga yðar allra og fannst mér
þá vera það ljóst, að einmitt þetta þætti yður tímabærast að
tala um, hvernig vér, — hvernig málefni vort stæði, hvort
það væri nú mest heilabrot og heilaspuni, sem ef til vill
ætti skilið þá lítilsvirðing, sem það varð fyrir í fyrstu, en
er nú að vísu að mestu leyti þorrin, en þó ekki að öllu leyti
eða á öllum sviðum. Ef þér hafið verið mér, sem ég hygg,
samdóma, þá var það niðurstaða vor, að málefni vort stæði
vel og ætti skilið a]la þá rækt, sem vort góða félag getur
lagt við það. Og í framhaldi af þeirri niðurstöðu og á sama
hátt, er nú til orðin fyrirsögnin „Áfram“, sem ég valdi
þessu erindi mínu. Ég tel mig hafa hana frá yður sjálfum.
Eg hef á sama hátt leitazt við, að skyggnast inn í hug yðar
allra og þótzt heyra með nokkurs konar dulheyrn kveða við-