Morgunn - 01.06.1939, Blaðsíða 80
74
MOKGUNN
ir og vísindi í heild séu andstæð þessu máli. Ég þarf ekki
að segja yður, að því fer mjög íjarri. Og það er vor styrk-
ur, að það er mikill fjöldi viðurkenndra vísindamanna og
þar á meðal margir heimsfrægir, sem engum dettur í hug
að rengja niðurstöður þeirra á öðrum sviðum — og hvers
vegna þá á þessu sviði — menn, sem hefur þótt sér sam-
boðið að sökkva sér niður í þessa þekkingarleit og kveðið
upp úr hiklaust að viðlögðum vísindaheiðri sínum með þá
niðurstöðu, sem einnig vort fámenna félag í fámennu landi
er að leitast við að leggja sinn skerf til að verja og vinna
íyrir.
Vér höfum að vísu oft áður talað um þessa andstöðu
vísindanna, meðal annars minntist ég á það í ræðu minni á
haustfundinum, sem ég áður nefndi. Þess vegna datt mér
í hug, að yður kynni að detta í hug, er þér hlýðið nú á mig,
að ég sé alltaf að halda sömu ræðuna. Og samt get ég ekki
lofað því, að gjöra þaö ekki oftar, ef þér oftar fáizt til að
hiusta á mig. Því að það er nú einu sinni svo, þegar við
andstöðu er að etja, sem iðulega notar öll tækifæri til að
setja fram mótbárur sínar, ber fyrir sig ný atriði eða að
eins ný orðatiltæki, eða gömul atriði síendurtekin, þá verð-
ur ekki komizt hjá, að gjöra hana að síendurteknu um-
talsefni, fylgjast með, hvort hún hafi eitthvað til brunns að
bera og hnekkja því, sem á engum rökum er byggt, eins og
reyndar alt þetta er. Einkum verður þetta að gjöra, þegar
í hlut á það sem telja verður aðalandstöðuna gegn sálar-
rannsóknunum, og það verður að telja vísindin, því að
þegar sú andstaða er úr sögunni, þá hjaðnar brátt og
missir magn sitt öll önnur andstaða, t. d. það sem er önnur
aðalandstaðan, frá hálfu trúarbragðanna. Það var einu
sinni talið óguðlegt að segja að jörðin snerist um sjálfa
sig og gengi kring um sólina. Jafnvel vísindin sýndu tregðu
í fyrstu, en þegar þau höfðu sannað það og viðurkennt, þá
reyndust engin tormerki á, að samrýma það við biblíuna
og trúarbrögðin. Á nákvæmlega sömu leið er málefni vort.
Margir vísindamenn hafa þegar sannað það, og þótt það