Morgunn - 01.06.1939, Side 81
M O R G U N N
75
væri ekki nema einn,þá er það sem einu sinni er sannað,
það er fullsannað, sjálft hugtakið sönnun felur það í sér,
að ein sönnun jafngildir ótal sönnunum og bíður aðeins
eftir því að ía viðurkenningu, ekki nokkurra, ekki margra,
heldur allra, svo að engum með heilbrigðri skynsemi detti
í hug að neita því, að til sé framhaldslíf, fremur en að
neita því, að jörðin gangi kringum sólina. Það er verkefni
sálarrannsóknanna og sálarrannsóknafélagsins að vinna
að því, að fá þessa viðurkenning, fyrst hún er ekki þegar
fengin, og einnig vort veika félag er að leitast við að tína
korn í þá sannanahrúgu, sem til þess þarf. Ég þurfti því
ekki að afsaka það, að mér og okkur verði tíðrætt um þessa
andstöðu. Orðatiltækin eru svo mörg, sem þarf að kveða
niður. Þótt fyrirbrigðin væri sönn, þá hafi þeir engan
áhuga fyrir því, „það sé ekki hægt að vita neitt um þetta“,
,,það sé nóg að hafa eitt líf í einu til að hugsa um“, o. s. frv.
Og bókmenntirnar og blöðin í útlöndum um þessi efni, hafa
þetta sífelt til umræðu, svo að varla kemur sá dagur, eða
það blað, er flytji ekki eitthvað um þetta efni, og ætla ég
að láta yður heyra útdrátt úr stuttri grein í síðasta ensku
blaði, þegar ég var að skrifa þetta, og hljóðar svo: Pró-
fessor Julian Huxley, sem er frægur vísindamaður, segir
í einu Lundúnavikublaði: „Með þeim hæfileikum, sem vér
enn ráðum yfir, höfum vér engin ráð til að gefa afdráttar-
laust svar við spurningunni, hvort vér lifum eftir dauð-
ann, og enn síður hvernig það líf eftir dauðann muni þá
vera“.
Um þetta segir svo í greinni: „Á samkomu sem haldin
var fyrir fáum dögum (4. des. s. 1.) í Royal Albert höllinni,
voru 9000 manns vitni að því, að miðill (Estelle Roberts)
gaf afdráttarlaust svar við spurningunni, hvort vér lif-
um eftir dauðann, með því að flytja skeyti frá hinum dánu
sjálfum. Og á meðal fundarmanna var hæstaréttarmála-
flutningsmaður, sem að sjálfsögðu er æfður í að meta sann-
anir, en hafði aldrei áður verið á miðilsfundi, og lýsti hann