Morgunn - 01.06.1939, Blaðsíða 82
76
MORGUNN
yfir því, að á fundinum hefði komið fram fullgild sönnun
fyrir framhaldslífi".
I hundruðum bóka í því nær öllum löndum hefur verið
skýrt frá fullsönnuðum vitnisburðum um framhaldslíf, og
er því þýðingarlaust nú orðið að koma með það, að engin
ráð sé til að sanna það.
Huxley hefur fyrir nokkru síðan lýst yfir í útvarpi, að
hann hafi engan áhuga fyrir framhaldslífi og er þá und-
arlegt, að hann skrifar um það sem hann hefur engan
áhuga fyrir. Þegar hann ritar um sérgrein sína, líffæra-
fræði, er skylt að taka mark á því. En þegar hann ritar
um framhaldslíf, eru það að eins tilbúnar fræðiáætlanir,
sem ekkert gildi hafa, þótt hann sé frábær vísindamaður.
Sannanirnar eru til og eru svo yfirgnæfandi, að nú er
ekki hugsanlegt, að hrekja þær með innantómum fræði-
setningum. En það sannast hér, að enginn er eins blindur
og þeir, sem ekki vilja sjá“.
Þetta segir hið enska blað, og í sambandi við það mundi
ég vilja bæta við og spyrja, hvernig það má vera, að nokn-
ur maður vilji ekki sjá, vilji ekki vita um, hvort hann lifir
áfram, lengur en jarðlífið varir.
Ég las fyrir ekki allsendis löngu í blaði, sem flytur al-
gengan og þekkingarverðan fróðleik, að kötturinn verði
venjulega 10—12 ára, en þó komið fyrir dæmi, að hann
hafi orðið 18 ára. Þetta er án efa þess vert, að vita það,
enda þekkja nú vísindamenn nákvæmlega aldur og eðli
dýranna. Og þá finnst mér óeðlilegt, að ekki þyki meira
vert að vita, hvort sál vor lifir út yfir holdvistar tímann,
en hvað kötturinn getur orðið gamall.
Þá er trúaratriðið annað aðalatriðið, sem hindrar og
tefur útbreiðsluna og viðurkenninguna fyrir sönnununum,
sem vér einnig oft höfum talað um, og sömuleiðis er dag-
legt umtalsefni blaða og bóka í öðrum löndum um þessi
efni. Jafnvel í Englandi, hinu mesta lýðræðislandi, þar sem
að sjálfsögðu er fullt trúarbragðafrelsi, fæst ekki neinu út-
varpað frá sálarrannsóknamönnum, með því að það sé ekki