Morgunn - 01.06.1939, Qupperneq 84
78
M O R G U N N
við vort tilverusvið. Þeir vitna, að það er satt, sem skáldið
kveður: Þú Kristur, ástvin alls sem lifir, ert enn á meðal
vor, þú ræður mestum mætti yfir, og máir dauðans spor.
Silver Birch, stjórnarandinn mikli við miðilssamband
Hannen Swaffers, sagói núna um jólin: „Ég vildi, að þér
gætuð séð og heyrt Naðverjann, og fundið hinn mikla kær-
leik hans, þegar hann uppörvar oss í starfi voru, til að
halda áfram með nýjum krapti, nýrri von, með nýrri sjón
og með nýjum ásetningi“. Og einnig þetta „áfram“ er stíl-
að til vor, að gefast ekki upp, þótt eitthvað sé erfitt að
þreyta við.
Þrátt íyrir frjálslyndi presta vorra hefur þó mál vort
átt að mæta andófi frá kirkju og kennisetninga hálfu, en
þó hefur ekki svo að því kveðið, að út af því hafi risið
deilur.
Það hefur helzt komið fram í trúmálablaði, sem er mjög
íhaldssamt og hefur öðru hvoru verið að menga okkur
og kjarninn í því, að þegar þeirra vinir eru „hinir trúuðu“
eða „sanntrúuðu“, „biblíutrúaðir" eða „biblíukristnir“, þá
erum við hinir eitthvað gagnstætt. Ég gjöri þó ráð fyrir,
að allir sem nota biblíuna, gjöri það hver eftir sínum skiln-
mgi á henni, og verkin sýna merkin, hinir mörgu sér-
ilokkar, að skilningurinn vill verða æði misjafn. Aðalmót-
báran hefur verið sú, að eftir biblíunni sé ekki leyfilegt
að hafa samband við framliðna. — 1 Gamla testamentinu
eru greinar þessa efnis, sem taka að sjálfsögðu ekki til
vor, en í Nýja testamentinu er ekkert slíkt, þvert á móti
hafa lærisveinarnir samband við hann, þegar eptir lát
hans, og ýmislegt af því helzta, sem þeir höfðu um hann
og eptir honum að segja, er þeir fóru að prédika, höfðu
þeir frá þessu sambandi við hann, eptir að hann var lát-
inn. En þegar sömu fyrirbrigðin gjörast nú, sem gjörð-
ust hjá Jesú og lærisveinum hans, þá eiga það eptir þess-
um kenningum að vera orð og fyrirbrigði, sem stafa frá
hinum vonda. En það þarf nú reyndar ekki að koma á
óvart, því að þetta var líka gizkað á, þegar hann sjálfur