Morgunn - 01.06.1939, Page 87
M O R G U N N
81
sagði hún mér, að þessi bók hefði gefið sér fyrstu vonar-
glætuna. — Ég sendi henni margar bækur og nokkrir aðrir
vinir mínir lánuðu henni fleiri. Maður hennar sagði mér,
að hann héldi að bækurnar hefðu bjargað henni frá að
missa vitið.
Frænka mín og ég vorum á miðilsfundi hjá Margaret
Bright, miðli í Los Angeles.. Allt í einu sagði barnsrödd:
Halló, Ina írænka“. Villi var vanur að kalla hana svo, þó
að hún væri ekki skyld honum. Hann sagði, að sig lang-
aði til að tala við mömmu sína og bað okkur að koma með
hana. Hann sagðist ætla að syngja fyrir hana, svo að
hún vissi, að það væri hann sjálfur. Við lofuðum því, og
komum skömmu síðar á fund með hana.
Við undruðumst, þegar stjórnandinn, sem er dóttir frú
Bright, heilsaði okkur og sagði: „Halló, María“. Hún er
vön að kalla menn fornafni, en ég hafði af ásettu ráði
•ekki nefnt fornafn frú Graff. Ég spurði, hvernig hún vissi
nafn hennar. Hún svaraði: „Villi er hérna, og hann segir:
Þetta er mamma mín, og húnheitir María“. Þegar Villi
fór að reyna að tala við mömmu sína, fór hann að gráta.
Hún bar sig vel og var róleg og bað hann að gráta ekki.
Ilann sagði: „Ég verð góður eftir mínútu. Lofaðu mér að
gráta út“. Brátt tók hann að syngja, og þegar hann var
hálfnaður með lagið, sagði hann: „Hjálpaðu mér, mamma“.
Hún tók þá undir, og þau sungu saman til enda söng,
sem hann var að læra, þegar hann veiktist. Þá sungu þau:
„Heims um ból“, og drengurinn minn kom og sagði mér,
að Villi hefði verið allan daginn að syngja til að búa sig
undir komu mömmu sinnar. Þegar söngnum var lokið,
spurði Villi um yngra bróður sinn og pabba: „Ég sakna
pappa, ég elska pabba minn“.
Fyrir fáum vikum fórum við aftur og pabbi hans með
okkur. Stjórnandinn sagði, að Villi væri þar, en væri
hrærður af því að pabbi hans væri við, að þeir væru að
róa hann áður en hann talaði. — Tvisvar heyrðust aðrar
raddir tala, þá kom rödd Villa: „Halló, pabbi!“ Þegar
6