Morgunn - 01.06.1939, Page 91
M O R G U N N
85
Þjónusta englanna.
XXIV.
Englaverurnar mínar höfðu ekki verið lengi hjá mérr
þegar bróðir minn sagði eina nótt: „Nú verð ég bráðum
að fara frá þér; það bíður mín starf. Ég á að fylgja á
annað svið nokkrum af þessum ógæfusömu öndum, sem
ég hef fengið leyfi til að bjarga í undirheimum". Ég
sagði, að mig langaði til að fara með honum til að kynn-
ast nokkuð framförum þeirra.
„Þú getur fengið leyfi til þess“, sagði hann. „Ef til
vill getur þú komið með mér í kveld“.
Það kemur varla fyrir, að ég geti yfirgefið þennan
heim í andalíkama mínum og komizt inn á önnur til-
verusvið fyr en eptir að ég er sofnuð. Ég veit ekki
hversu lengi ég hafði sofið, en enn einu sinni hafði ég
farið eptir ljósveginum inn í hinn skuggalega skóg. Eins
og í bæði fyrri skiptin sá ég þar þúsundir af dökkleit-
um öndum grátandi og veinandi. Mér fannst ég vera leidd
af einhverju ósýnilegu afli og gekk í gegnum skóginn,
þangað til ég kom að gjánni, sem eptir rann hinn dökki
straumur, sem ég líkti við tárafljót.
Á hinum bakkanum var bróðir minn og umhverfis
hann eitthvað um þrjátíu andar og var það áberandi
niótsetning að sjá þá í dökkum klæðnaði sínum og hið
skínandi útlit hans. Bróðir minn kom til mín og við fór-
um saman yfir um ána til hópsins, sem beið þar. Þeir
litu flestir út líkt og þeir, sem voru í skóginum hinu
megin við ána, sem ég enn gat heyrt kveinstafi þeirra,
en andlitssvipur þeirra var þó ólíkur. Eptirvænting var
komin í stað örvæntingar. Það var lifnuð hjá þeim von
og þeir voru rólegir. Þeir sýndust nú ekki lengur vera
haldnir af illum hvíldarleysis-anda.
Mér virtist það vera löng leið, sem við fórum. Ég gekk