Morgunn - 01.06.1939, Page 96
90
M O R G U N N
þremur vatnsþróm, hverri uppi yfir annari og' yfir hon-
um gnæfði nakin standmynd, líkaman af öllu því, sem
hugsazt getur af yndisleik og samræmi í karlmanns-
mynd. Hægra handlegginn rétti hann upp yfir höfuðið
og hélt í hendinni á sveig — sigursveignum. Vatnið gýs
hátt upp úr brunninum og fellur með sönghljómi niður í
þrærnar.
Ljósið er mjög bjart. Fyrir líkamleg augu mundi það
vera blindandi ofbirta, en það blindar ekki augu and-
lega líkamans. Það er dásamlega fjörgandi að finna hið
ilmandi andrúmslopt. Maður fyllist óumræðilegum lífs-
krapti og veit ekkert um þær hömlur, sem efnislíkam-
inn á jörðinni virðist leggja á andann, sem í honum býr.
Þar finnur andinn sig í sannleika frjálsan.
Ég hef enn þá að eins séð einn af hinum mörgu ljós-
görðum og eru á fjórar hliðar hans stórfengleg hús og
musteri í grískum byggingarstíl. Þau minntu mig á mynd-
ir, sem ég hafði séð og lýsingar, sem ég hafði lesið um á
Akropolis í Aþenuborg áður en siðlausar þjóðir höfðu
unnið þar skemmdarverk sín.
Það mundi vera gjörsamlega árangurslaust fyrir mig,
að reyna til að lýsa þeirri undursamlegu fegurð, svo að
aðrir gætu gjört sér hæfilega hugmynd um það. Ég
verð að eptirláta það ímyndunarafli þeirra, sem nokkra
þekking hafa á grískri list, að gjöra sér grein fyrir því.
Ef þeir vilja setja sér fyrir sjónir allt það, sem hefir vak-
ið hjá þeim mesta hrifningu af því, sem þeir hafa séð
af grískri byggingar- og myndhöggvaralist eða lesið um
hana, og reyndi að hugsa sér á hana þann andlega
svip og yfirbragð, sem hver hlutur á hinum himnesku
sviðum ber á sér, en ekki er hægt að lýsa, þá mundu
þeir fá miklu gleggri hugmynd um ljósgarðana og must-
eri þeirra, heldur en þeir geta fengið hvað vandlega sem
ég reyni að lýsa þeim, sem er svo fákunnandi um list og
fagurt orðskrúð.
Leiðtogi er hár vexti með tignarlegan og fyrirmann-