Morgunn - 01.06.1939, Síða 99
M O R G U N N
93
ávalt kærleikur guðs og sú blessun og sæia, sem veitist
öllum, sem meðtaka hann.
„Sálir margra“, sagði hann við mig, „þrá meira ljós,
— ljós til að leiða þá til guðs, til hins mikla alföður. Og
ef þeir að eins gætu séð það, þá skín fyrir framan þá
ljósið, sem þeir þarfnast, það eina ljós, sem getur veitt
sálum þeirra frið, ljós kærleika guðs eins og það er
opinberað í Kristi, hinum ástríka frelsara, sem hefir af
mildum kærleika sínum sagt við þá: „Komið til mín og
ég mun endurnæra yður. Komið til mín og ég mun veita
yður hvíld“.
Til allra þeirra, sem alvarlega leitast við að þekkja
.guð og opna hjörtu sín fyrir honum, sendir hann heilaga
engla sína til að þjóna þeim, til að veita þeim andlega
leiðsögn og huggun, svo að þeir geti komizt að raun um,
að þeir eru í sannleika börn guðs og dýrmætir í augum
hans.
Það eru til englar, skarar af englum, sem hafa ákaf-
lega mikinn áhuga og löngun og þrá til að þjóna mönn-
unum, fá þá til þess að opna sálir sínar fyrir ljósinu —
fyrir ljósi guðs — sem flytur með sér þann frið andans,
sem yfirgengur allan skilning.
En af því að flestir þeirra dvelja í andlegu myrkri og
dýrka falska guði — guði eigingirni og ávinnings, jarð-
neskrar frægðar og holdlegra fýsna, eða eru svo niður-
beygðir af fátækt og eymd, að þeir eru jafnvel ekki
vitandi um, að þeir hafi neina sál, geta englarnir ekki
þjónað þeim, eins og þá svo innilega langar til.
Það eru að eins fáir af hinum mörgu miljónum mann-
nnna, sem vita nokkuð um þjónustu englanna á jörðu.
Flestir andlegir kennendur þeirra eru álíka þekkingar-
snauðir. Þeir trúa því, að englarnir dvelji sífelt kyrrir
á himnum, og njóti þar sjálfir óumræðilegrar blessunar,
en séu kærulausir og hirði ekki um hið stríðandi og líð-
andi mannkyn á jörðinni, þó að sálir þess svelti.
Eptir því, sem vér stígum hærra á hinum himnesku