Morgunn - 01.06.1939, Page 100
94
M O R G U N N
sviðum, eptir því öðlumst vér dýpri og yfirgripsmeiri
þekking á kærleika guðs. Því betur sem vér skynjum
þetta, því meira endurskína frá okkur sjálfum eigin-
leikar guðs, þótt vér finnum, að það er í veikum mæli.
Og eins og kærleikur guðs til barna hans á jörðinni er
engu minni en kærleikur hans til barna hans á hinum
himnesku sviðum, hvernig ættum við þá að geta verið
eins og við erum, án þess einnig að elska þau.
Eins og hjarta þitt hrærist til meðaumkunar, systir, er
þú sér einhvern á jörðunni, sem sveltur, og þú vilt glöð
gefa honum af eigum þínum til að seðja hann, þannig
erum við í enn ríkari mæli gagnteknir af samúðarþrá
til þess að næra sveltandi sálir hinna mörgu miljóna
barna guðs, og miðla þeim undursamlegum gjöfum kær-
leika guðs“.
Þá söng hann, eins og hann vildi með því leggja enn
meiri kraft í heitar tilfinningar sínar, eptirfarandi ljóð-
línur, sem ég hafði aldrei heyrt sungnar með jarð-
neskri rödd, þó að þær sé ef til vill að finna i einhverju
sálmasafni:
,,Það endalaust ómar á ný,
guðs ástarraust hjarta mér í.
Syng orðskviðinn ætíð á ný
um unaðsgjöf kærleika guðs,
syng orðskviðinn ætíð á ný
um unaðsgjöf kærleika guðs“.
Orðin eru einföld, en hversu djúp þýðing var falin í
þeim, þegar Leiðtogi söng þau með hrífandi fögnuði.
Slíkur söngur hefir aldrei heyrzt á jörðinni. Ég hef
aldrei áður heyrt neitt, sem innrætti mér svo djúpt raun-
verulegan kærleika guðs.
Þó að ég hafi sett tilvitnunarmerki við orð Leiðtoga,
þá er það ekki svo að skilja að ég hafi greint nákvæm-
lega þau orð, sem hann sagði. Það munu fáir, sem hlýða
gagnteknir á snjallan ræðumann, get eptir minni haft