Morgunn - 01.06.1939, Síða 101
M O R G U N N
95
eptir talshætti, orð og setningar, sem dýpst snertu til-
finningar þeirra, í sömu röð sem þau voru flutt. En ég
hef samvizkusamlega haft eptir aðalefni og anda í
einni af ræðum Leiðtoga. En ég finn sárt til þess, hve
fjarri því fer, að það muni veita þeim, sem lesa þetta,
það sama sem það veitti mér, þegar ég heyrði það. Ég
vil aptur biðja þá að setja sér fyrir sjónir hina undur-
samlegu ljósgarða og Leiðtoga, hinn hátigna engil og
hugsa sér að þeir sjálfir hlýði á hann, eins og ég stóð
hjá hinum fagra gosbrunni og hlýddi á hann.
Ef þeir geta þetta, þá finna þeir ef til vill hið sama,
sem ég fann, og undursamlegur kærleikur guðs mun
gróðursetjast djúpt í sálum þeirra.
Ég veit ekki hvernig ég kom aptur til jarðarinnar, en
fann þá, að ég var aptur í efnislíkama mínum og liggj-
andi í rúmi mínu. En hljómurinn af hinum dásamlega
söng ómaði enn í eyrum mínum.
XXVI.
Jeg var öðru sinni komin ásamt Leiðtoga í ljósgarð-
ana og stóð þar hjá gosbrunninum. Hann fyllti krystalls-
bikar með vatni og rétti mér.
„Teygaðu af þessu“, sagði hann, „það mun hressa
þig og styrkja".
Ég tæmdi bikarinn og fann þegar mikinn styrk af
því og fjörgaðist öll í anda. Leiðtogi hóf hendur sínar
upp yfir höfuð mér með tilburðum eins og hann varp-
aði einhverju yfir mig og ég fann að ég var komin í skín-
andi hvítan kjól.
„Komdu nú með mér“, sagði hann, „og ég skal sýna
þér eitt af listarmusterunum“.
Hann fór með mig nokkum spöl eptir garðinum,
þangað til við komum að reisulegu húsi úr hreinum,
hvítum marmara, að þvi er mér virtist. Það var í bygg-
ingarstíl eins og grískt musteri. Við gengum upp breið-