Morgunn - 01.06.1939, Page 102
96
M ORGUNN.
ar tröppur, gegnum bogagöng á súlum og komum inn í
víðan sal. Veggirnir voru skreyttir fagurrauðum tjöld-
um, en vefnaðurinn á þeim, ef svo mætti kalla það, iík-
astur skýjaslæðu. Þegar ég reyndi að snerta það, gat
ég ekki fundið neitt.
Inni í húsinu var fullt af standmyndum, — bæði ein-
stökum og myndaflokkum, sem allt sýndist vera úr marm-
ara, og pálmatré inni á mili. Loftið var þrungið ilm-
andi angan.
Ég var hrifin af aðdáun yfir hinni fi’ábæru fegurð
myndasafnsins. Sumar myndimar kannaðist ég við af
eftirlíkingum og ljósmyndum, sem ég hafði séð í lista-
söfnum. Sérstaklega þótti mér tilkomumikil mynd af
Hermesi, því að höfuðið er mjög líkt höfðinu á Leiðtoga,
nema hakan á honum er breiðari, brúnin hærri og heild-
aryfirbragð hans bar gleggri vott um einbeittan vilja og
meiri vitsmuna-þrótt. En þessi mynd og allar hinar aðrar
myndir í salnum báru á sér einhvern óákvarðanlegan
svip ólíkan öllum myndasöfnum, sem ég hafði séð á
jörðunni, og gjörði þær enn þá fegurri. Ég spurði Leið-
toga í hverju það væri fólgið.
,,Það, sem þú séi’ð hér“, svaraði hann, „er líkama-
gerving af hugsjónum sumi’a frægustu fornaldai’meist-
aranna, sem þeir reyndu til að gjöi'a sýnilegar og þreif-
anlegar. Og þó að verk þeirra á jörðunni væru þar með
réttu talin snilldarverk, þá sérðu á samanburðinum, við
þessar myndir, að það, sem þeir unnu þar, stóð langt að
baki þeim hugsjónum, sem þeir höfðu í huga sér, eins
og ávalt á sér stað um verk mannshandarinnar“.
„Og hvaðan komu þessi fögru listaverk", spurði ég.
„Þau komu að skipurl hins hæsta, eins og allt annað
hefur komið, sem þú sér hér“, svaraði hann. „Það eru
einungis verk skaparans, sem eru fullkomin".
,,Það eru komnar margar kynslóðir", sagði hann enn,
„sem engin framför hefur oi’ðið í myndgerðarlist. Ekk-
ert hefur verið enn leyst af hendi, sem borið hafi af