Morgunn - 01.06.1939, Page 105
MORGUNN
99
dofa yfir þessari dásamlegu fegurð. Leiðtogi spurði mig,
að hverju ég dáðist mest á jörðunni.
,,Að fegurð náttúrunnar", sagði ég. Fuglarnir, trén,
blómin hafa veitt mér meiri unað en ég hef haft af fé-
lagsskap við menn, nema örsjaldan. Oft virðist mér, sem
þessir hlutir tali við mig, en ég get aldrei lýst því meö
orðum, sem þeir segja við sál mína.
„Þá skaltu, Joy“, sagði hann, „taka með þér nokkur
af þessum blómum“.
Ég reyndi að brjóta nokkur þeirra af stöglinum, en
undraðist er ég fann, að ég gat ekki losað eitt einasta
blóm. Leiðtogi braut þá nokkur blóm af fyrir mig, og
sýndist veita það afarauðvelt.
Þegar ég kom aftur í andalíkama mínum setti ég þau
í blómker, en þegar ég kom næsta morgun í efnislíkama
mínum og ætlaði að líta eftir þeim, komst ég að raun um,
að þótt ég sæi þau eins greinilega og þegar Leiðtogi rétti
mér þau og gæti enn þá fundið hinn angandi ilm, þá
gat ég ekki fundið þau með snertingu, gat ekki tekið þau
í hendi mér, hendurnar fóru í gegnum þau eins og í
gegnum ljósgeisla, en þau voru eftir sem áður óbrotin
og ekkert bilcarblað úr lagi.
Enginn af heimilsmönnum mínum gat séð blómin né
fundið ilm þeirra annar en ég. Englarnir, sem heim-
sækja mig geta handleikið þau eins og við gjörum við
jarðnesk blóm. En jarðnesku blómunum, sem ég hef
ætíð einhver á heimili mínu, geta þeir ekki haft hönd
á. Þeir sjá þau, eins og ég sé þau, en þau veita snertingu
þeirra ekki viðnám. Andahendurnar þeirra fara í gegn-
um þau, eins og mannlegu hendurnar mínar gegnum
himnesku blómin. 1 þessu er falinn leyndardómur, sem.
mér er ofvaxið að gefa neina skýringu á. Hvað er heim-
ur hins áþreifanlega veruleika og hvað heimur hins
ósnertanlega útlits? Er það vor heimur eða andaheimur-
inn?
En það veit ég með fullri vissu, að þó að maðurinn, í
7*