Morgunn - 01.06.1939, Síða 106
100
MORGUNN
mannlegri mynd geti komizt á himnesku sviðin, hvar
sem þau eru, þá gæti hann ekki séð þar neitt af hinni
undursamlegu fegurð eða heyrt nolckurt hljóð af þeim
fagnaðarsöng, sé hann kominn þangað gæddur einungis
þeim fimm skynfærum, sem vísindin þekkja. Fyrir hon-
um mundi það allt vera einungs tómt og hljómlaust
svæði. En af því að ég hef fengið að koma á þessi svið í
andalíkama mínum og gædd hinum andlegu skynfærum,
þá eru þau fyrir mig meira veruleg, meira varanleg og
miklu unaðslegri en nokkur hluti af þessari áþreifanlegu
jörð, sem virðist vera.
Ummyndun.
Maður einn í Ottawa í Canada skýrir svo frá; „Nokk-
urir karlar ok konur hér í bæ hafa nú um þriggja ára
skeið haft reglulega fundi með ágætum miðli og fengið á
þessum árum margar ágætar sannanir fyrir návist horf-
inna vina og ættmenna. Það skal tekið fram, að miðill sá
er hér um ræðir, er skozk hefðarfrú ein, er heima á þar í
borginni. Nokkuru áður en atvik það gerðist, er hér segir
frá, hafði hún misst son sinn. Lézt hann af meiðslum er
hann hafði hlotið í ökuslysi. Sonur hennar hafði oft verið
á áðurnefndum fundum með móður sinni, og var hann
fyllilega sannfærður um framhaldslíf mannsins, og hafði
mikinn áhuga fyrir sálrænum málum. Fundarmenn bjugg-
ust því yfirleitt við, að hann myndi reyna til að sanna
þeim framhaldslíf er tækifæri gæfist, en enginn af við-
stöddum bjóst þó við, að hann gerði það jafn rammlega og
raun varð á. Viðstaddir voru þá 9 fundarmenn.
Fundurinn hófst með venjulegum hætti, og í byrjun
fundarins var myrkur í herberginu. Eftir nokkura stund
var lúðurinn, sem lá á borðinu í fundarherberginu, tekinn
upp af ósýnilegu afli, og töluðu þá ýmsir gegnum hann