Morgunn - 01.06.1939, Síða 108
102
M O R G U N N
tímis við fundarmenn og sagði m. a. þessi orð: „Við lyft-
um lúðrinum ykkar; ég hefi heilsað ykkur með handtaki.
Ég hefi eignazt nýtt heimili. Hvers vegna að harma orð-
inn hlut. Þetta var það bezta. Framvegis ætla ég að að-
stoða mömmu í starfi hennar. Þegar ég geri vart við mig
Æetla ég æfinlega að segja: Það er ég, R. D. E.“ (nafnið
rétt). Rétt á eftir strauk hann með vinstri hendinni um
höfuðið, augað og gagnaugun, og brá svo báðum hönd-
unum upp yfik’ höfuð sitt, en þetta kvað systir hans, er
þarna var viðstödd, að hann hefði venjulega gert meðan
hann lá banaleguna, og á þessum hluta höfuðsins höfðu
meiðslin verið mest og aivarlegust, þau er hann hlaut í
ökuslysinu.
Að nokkurum tíma liðnum smá doínaði mynd hans, og
við fórum nú aftur að sjá líkama miðilsins. Hvarf hann
með sama hætti og hann hafði birzt, og að nokkurri stundu
liðinni varð allt sem áður, og rétt á eftir vaknaði miðillinn
af dásvefninum. Þessi dásamlegi fundur hafði staðið í
rúmar tvær klukkustundir.
Á næsta fundi, er frúin hafði hálíum mánuði síðar, gerði
sonur hennar aftur vart við sig, og sagði m. a. með eðli-
legri rödd: „Halló, þetta er yndislegt“, og því næst birtist
hann fundargestunum að einu og öllu, eins og hann var í
jarðlífi sínu. Því næst skrifaði hann með hendi miðilsins
svolátandi setningar: „Við hérnamegin erum öll mjög
ánægð með árangurinn. En hvað segið þið? Við bjuggum
til hönd, til þess að halda á lúðrinum og brjóstlíkan, til
þess að þið gætuð heyrt raddir okkar. Góða nótt. Takið
þið nú vel eftir. Horfið á hvernig ég hverf ykkur“. Fundi
þessum lauk svo með sama hætti. En það er örðugt að lýsa
hrifningu fundarmanna, er höfðu íengið að sjá slíkar dá-
semdir:
Deo gratias,
Á páskunum 1938.
Ottawa.
J. R. Mills Walker. Einar Loftaaon þýddú