Morgunn - 01.06.1939, Síða 111
MORGUNN
■1«K
Þrátt fyrir allar þessar sannanir, var einn vinur minn
(sem eins og Sadúkearnir trúði hvorki á engla né anda),
og hélt fast við það, að frú Clegg hefði fyrir fram fengið
allar þessar upplýsingar, en hitt reyndi hann ekki að skýra,
hvernig hún hefði á einum eða tveimur mánuðum fengið
að vita það, sem tók mig tíu ár.
Auk alls þessa vissi ég, að frú Clegg var of einlæglega
kristin kona til að beita slíkum brögðum, og ég er glaður,
að geta borið þetta vitni um hina miklu gáfu hennar og
óeigingjörnu frjálslyndu notkun hennar. Vinur.
[Höf. er vel kunnur maður, nefnir sig ekki, en ritstjóri Lights
veit, hver hann er]. Þýtt úr Light. K. D.
Vandamál, sem þarf að leysa.
Tvisvar sinnum hefir mér veitzt sú ánægja, að fá að
vera á samkomum S. R. F. í. í fyrra skiptið fyrir tilstilli
vinar míns, Einars Loftssonar kennara; þá var fundur
haldinn í Varðarhúsinu svonefnda. En í síðara skiptið
var það fyrir góðvilja og vinsemd Einars H. Kvarans, að
mér var boðið að ílytja erindi í S. R. F. f. Það var búið
að auglýsa fundinn, en á síðustu stundu varð að afboða
hann, sökum þess, að húsið hafði verið lánað öðrum, þrátt
íyrir það, þótt búið væri að lofa félaginu því til fundar-
halds sama kvöldið.
Fátt hefir vakið meira undrun mína en þetta, að Sálar-
rannsóknafélag íslands, sem var í fyrstu stofnað af mann-
vali, sem skipti hundruðum, skuli eftir 20 ára starfsemi
þurfa að vera hornreka, svo gott sem, fyrir hverjum lítt
nauðsynlegum samkomum öðrum. Að þetta félag, sem hefir
á stefnuskrá sinni baráttu fyrir því málefni, er nefnt hefir