Morgunn - 01.06.1939, Page 114
108
MORGUNN
Ýmislegt fleira, en hér er talið, má gera til að hrinda
þessu máli í framkvæmd.
Að endingu vil eg svo segja þetta:
í eftirmælum, sem þekktur rithöfundur hér á landi skrif-
aði um E. H. Kv., forseta S. R. F. í., komst hann m. a. svo
að orði: ,,Og þegar aldur færðist yfir skáld Vatnsdælanna
hættu sálarrannsóknir að vera Islendingum hugðarmál".
Þessi orð eru rakalaus og auðsjáanlega sprottin af van-
þekkingu, en varla illvilja. En látið þetta eklci verðá sann-
mæli. Sýnið höfundi eítirmælanna og allri þjóðinni, að
áhuginn hafi aldrei verið meiri en nú. Eg er sannfærður
um, að ekki einn einasti velunnari spíritismans hér á landi
skoraðist undan því, að leggja sinn skerf til að veglegt
fundahús fyrir starfsemi Sálarrannsóknafélags íslands
geti komizt upp.
Mcbrkmiðið á að vera: Húsið byggt. og borgað fyrir 6.
des. 19UU á 85 ára afmæli forsetars. Það er honum, braut-
ryðjandanum, samboðinn minnisvarði.
Guðmundur J. Einarsson,
Hergilsey.