Morgunn - 01.06.1939, Page 115
MORGUNN
109
Hæstaréttardómur.
Ár 1939, föstudaginn 10. marz, var í hæstarétti í mál-
inu nr. 51, 1938
Réttvísin og valdstjórnin
gegn
Jóhanni S. Lárussyni og Guðmundi Lárussyni
uppkveðinn svohljóðandi
d ó m u r :
Eftir því, sem fram er komið í málinu, hafa aðgerðir
hinna ákærðu við þá vanheilu menn, sem til þeirra hafa
leitað, verið fólgnar í bænagerð fyrir þeim og alloft í
snertingu á hendi sjúklings eða á þeim stað líkamans, þar
sem sjúklingur kenndi sér sérstaklega meins. Með þessum
hætti telja allmargir sig hafa fengið fulla eða nokkra bót
meina sinna. Verða hinir ákærðu ekki taldir hafa með
áðurnefndum aðgerðum gerzt sekir við ákvæði laga nr.
47, 1932.
Það er ekki sannað í málinu, að hinir ákærðu hafi aftr-
að nokkrum manni læknisleitunar, né að þeir hafi brotið
sóttvarnarfyrirmæli eða valdið nokkrum tjóni með fram-
angreindum aðgerðum sínum. Ekki er heldur nokkur
ástæða til að ætla annað, en að þeir hafi haft fulla trú á
því, að þeir mætti með ofannefndum hætti vinna sjúkum
mönnum meinabót, og hafa þeir því ekki gerzt sekir við
26. kap. hegningarlaganna með því að taka þóknun fyrir
aðgerðir sínar.
Samkvæmt þessu ber að staðfesta héraðsdóminn og
dæma á hendur ríkissjóði allan áfrýjunarkostnað sakar-
innar, þar með talin málflutningslaun skipaðs sækjanda
og verjanda fyrir hæstarétti, 200 krónur til hvors.